Saga - 1986, Page 163
161
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
Síðar í bréfinu lýsir stiftamtmaður sínum eigin viðhorfum til
IT)álsins og kveðst hann telja, að komist þessi áform Frakka í fram-
kvasmd, þá muni það verða til þess að eyðileggja fiskveiðar fslend-
lnga. Hann bendir á, að þrefoldun franska fiskveiðiflotans við ísland
hljóti að draga úr afla heimamanna, en þó sé annað enn alvarlegra. Fái
^takkar hina efdrsóttu aðstöðu við Dýrafjörð, þá muni þeir leggja
Undir sig Spánarmarkaðinn og bægja íslendingum burt af þessum
•Rikilvægasta útflutningsmarkaði fyrir íslenskan fisk. Þetta rökstyður
Trampe með því, að fái Frakkar aðstöðu til fiskverkunar í landi, þá
muni þeir geta nýtt þekkingu sína, tækni og mannafla til að framleiða
mun betri vöru en íslendingar séu færir um, og þess vegna verði
saltfiskur íslendinga ekki lengur samkeppnisfær á Spáni. Ástæða er til
að taka fram, að einmitt þessi rök varðandi hinn mikilvæga Spánar-
markað áttu síðar eftir að koma víða fram í umræðum um Dýrafjarð-
armálið.
í lok bréfs sxns til danska innanríkisráðuneytisins bendir Trampe á,
að illgerlegt muni verða að halda uppi lögum og reglu í svo fjöl-
mennri erlendri nýlendu — „i en saa talrig Coloni af Fremmede" — og
með öllu ógerlegt án aðstoðar erlends hervalds — „uden fremmed
^ilitairmagt".
Páll Melsteð, amtmaður og konungsfulltrúi á Alþingi, skrifar
anska innanríkisráðuneytmu sama dag og Trampe, þann 11. ágúst
1855. Hann rekur gang málsins með svipuðum hætti og Trampe, en
ysir eiunig rækilega sínum hlut á Alþingi.24 Páll segist telja í hæsta
mata varhugavert að veita Frökkum heimild til að reisa slíka fiskverk-
Unarstöð. Rökin, sem hann teflir fram í bréfi sínu gegn beiðni Frakka,
eru m.a. þessi:
1- Engin trygging sé fyrir því, að Frakkar fengjust til að halda sig
við landslög eða að landsmenn næðu að halda rétti sínum
gagnvart þeim.
Fái Frakkar að stunda hér fiskverkun í svo stórum stíl, sem þarna
se gert ráð fyrir, þá muni slíkur rekstur lama og eyðileggja
fiskmarkað íslendinga á Spáni og saltfisksalan til Spánar komast
smátt og smátt algerlega í hendur Frakka.
Stórútgerð Frakka hér við land, með 400 til 500 skip á veiðum og
24.
^ama- Brcf Páls Melsteðs, konungsfulltrúa á Alþingi, dagsett 11. ág. 1855, til
anska innanríkisráðuneytisins.
11