Saga - 1986, Page 165
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
163
um Dýrafjarðarmál. í bréfi sendiherrans er vísað til erindreksturs
Demas flotaforingja á íslandi sumarið áður og danska utanríkisráð-
herranum tjáð, að hin keisaralega franska ríkisstjórn leggi þunga
áherslu á, að málaleitanin varðandi aðstöðu í Dýrafirði nái fram að
ganga.26
í bréfi þessu kemur fram, að Demas flotaforingi hafi kannað allar
aðstæður í Dýrafirði og að hann sé þess fullviss, að íslendingar telji sér
hagkvæmt að fá franska fiskverkunarstöð við Dýrafjörð og séu því
hliðhollir málaleitaninni. Franski sendiherrann segir stjórn sína bera
þessi dlmæli fram á grundvelli skýrslu flotaforingjans og að beiðni
verslunarráðsins í Dunkerque. í bréfi sendiherrans er minnt á vináttu-
tengsl Frakklands og Danmerkur og heitið á dönsku ríkisstjórnina að
trYggja erindinu farsæl málalok, enda yrði slíkur greiði mikils metinn
í París.
Athyglisvert er, að í þessu bréfi franska sendiherrans er talað um,
að stjórnin í París líti á þetta sem lið í viðleitni til að auka útgerð
Prakka, og sú viðleitni þjóni þeim tilgangi að fjölga þjálfuðum
sJomönnum, er franski sjóherinn geti þá gripið til, þegar á þurfi að
halda. f bréfinu kemur fram, að Demas flotaforingi hefur borið til
Parísar þau mótrök Trampes stiftamtmanns, að frönsk stórútgerð og
fiskverkun á íslandi gæti skaðað markaðshagsmuni íslendinga. Fyrir
hönd stjórnar sinnar vísar franski sendiherrann þessari kenningu á
hug og telur hinar jákvæðu undirtektir íslendinga einar sér afsanna
með öllu þessa mótbáru Trampes. í lok bréfs síns fullvissar franski
sendiherrann dönsku stjórnina um, að danskir kaupmenn á íslandi
þurfi ekki að óttast samkeppni af hálfu Frakka, þó leyfið verði veitt.
Pkki verður annað séð en sú staðhæfing stangist allmjög á við orð
P*emas flotaforingja í erindi hans til Alþingis (sjá bls. 150 hér að
fi'aman).
Hernaðarlegt hlutverk stöðvarinnar
Pnda þótt beiðni Frakka um nýlendustofnun við Dýrafjörð hefði nú
ratað sína réttu diplómatísku boðleið inn í danska utanríkisráðuneyt-
26
Rigsarkiv Kaupmannahöfn: Skjöl danska utanríkisráðuneytisins, mappa merkt
París 1853-1856, bréf Dotézacs, franska sendiherrans í Kaupmannahöfn, 28. jan.
1856 til danska utanríkisráðherrans, L.N. Scheeles.