Saga - 1986, Page 166
164
KJARTAN ÓLAFSSON
ið, þá varð löng bið eftir svari. Þann 11. febrúar 1856 sendir danska
utanríkisráðuneytið bréf franska sendiherrans frá 28. janúar sama ár
yfir í innanríkisráðuneytið danska og biður um, að það láti athuga
málið og semji álitsgerð.27
Svarbréf sendir innanríkisráðuneytið 7. mars 1856. Þar er minnt á
áður sendar álitsgerðir Trampes stiftamtmanns og Páls Melsteðs
amtmanns frá 11. ágúst 1855 og bent á, að svo virðist sem hvorki
Alþingi né íslendingar yfirleitt hafi nokkurn sérlegan áhuga á þessari
fiskverkunarstöð. Innanríkisráðuneytið kveðst ekki tilbúið að tjá sig
efnislega um málið, þar sem allar nánari upplýsingar skorti. Beðið er
um skýrari upplýsingar, en tekið fram, að vegna fyrirhugaðrar stærð-
ar þessa franska fyrirtækis, þá verði ekki litið fram hjá hernaðarlegu
eðli þess — „at det tilsigtede Establishment skulde anlægges efter en
meget stor Maalestok og derfor have enslags militær Karakter."28
Hvað þetta varðar, er trúlega byggt á orðum franska sendiherrans,
sem áður var vitnað til, um þjálfun sjómanna fyrir franska sjóherinn.
Auk þess var oft á það minnst í komandi umræðum um málið, að svo
fjölmennum hópi franskra sjómanna og fiskverkunarfólks á annars
afskekktum stað þyrfti að fylgja herflokkur, svo lögum og reglu yrði
haldið uppi.
Vart þarf að efa, að tilmæli frönsku keisarastjórnarinnar um þessa
stofnun franskrar nýlendu við DýraQörð hafa valdið dönskum stjórn-
völdum þó nokkrum vanda. Á þessum árum reyndi danska ríkis-
stjórnin að halda uppi vinsamlegu sambandi bæði við Frakkland og
England, hin öflugustu stórveldi þeirra tíma. Ljóst var, að í þessu
Dýrafjarðarmáli yrði erfitt að gera báðum stórveldunum til hæfis-
Væri beiðninni neitað, mætti búast við að Frakkar tækju það illa upp>
en væri fallist á tilmæli frönsku stjórnarinnar kynnu Bretar, með sitt
öfluga sjóveldi á norðurhöfum, að telja sér misboðið. Hér var því ur
vöndu að ráða frá sjónarhóli danskra stjórnvalda. Þess sjást reyndar
nokkur merki í því bréfi, sem danski utanríkisráðherrann, Scheele,
ritar danska sendiherranum í París, Moltke greifa, vorið 1856.
Ráðherrann segist skrifa sendiherranum þetta bréf til að veita
honum fyllstu upplýsingar um allt málið, svo hann geti andmælt full'
27. Þjskjs. Skjalasafn ísl. stjómardeildarínnar í Kaupmannahöfn. Bréf Scheeles, utan*
ríkisráðherra Dana, 11. feb. 1856 til innanríkisráðuneytisins.
28. Rigsarkiv Kaupmannahöfn: Islands Copiebog 1855—1856, bréf númer 82.