Saga - 1986, Page 167
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ 165
yrðingum í þá veru, að hin konunglega danska stjórn sinni ekki
Þessari málaleitan af þeim áhuga og velvilja („Forekommenhed"), er
hasfi góðu vináttusambandi Frakklands og Danmerkur.29 Scheele
Rtanríkisráðherra segir þó nauðsynlegt, að sendiherrann geri sér ljóst,
að hugmyndir frönsku ríkisstjórnarinnar, byggðar á orðum Demas
flotaforingja, um jákvæðar undirtektir Alþingis og íslendinga yfir-
leitt, séu ekki á rökum reistar. Til að leiðrétta þetta fylgi bréfinu afrit
af öllum gögnum málsins, þar á meðal greinargerðir þeirra Trampes
°g Páls Melsteðs frá 11. ágúst 1855. í bréfi þessu frá 23. maí 1856
rekur danski utanríkisráðherrann gang Dýrafjarðarmálsins, en segir
stðan, að ýtarlegri upplýsingar verði að fást frá París, áður en hægt
verði að taka endanlega afstöðu. Ráðherrann leggur áherslu á, að
erindi Frakka verði að skoða annars vegar í nánum tengslum við við-
skiptalega og efnahagslega hagsmuni mikilvægs landshluta á íslandi
°g hins vegar í almennu pólitísku samhengi. Frakkar stefni greinilega
að meiri háttar umsvifum í sjávarútvegi á Dýrafirði, en jafnframt sé
þessu fyrirtæki ætlað að gegna hernaðarlegu hlutverki, er felist í
þjálfun sjómanna fyrir franska flotann.
Danski utanríkisráðherrann slcer úr og í
hfér er ekki rúm til að rekja öll efnisatriði í þessu langa bréfi Scheeles
utanríkisráðherra, en meðal þess, sem hann telur að kanna þurfi, áður
en ákvörðun verði tekin, er þetta:
Geta Vestfirðingar og aðrir íslendingar haft raunverulegan hag af
því fyrirtæki, sem hér sé að stefnt?
Hvert á í rauninni að verða umfang þessarar starfsemi Frakka á
s andi og hvernig lítur áætlun þeirra út, sé málið skoðað ofan í kjöl-
tnn?
Hvað um þær áhyggjur embættismanna á íslandi, að frönsk stórút-
gerð og fiskvinnsla á íslandi sé líkleg til að grafa undan sjávarútvegi
Islendinga?
hívernig á að halda uppi lögum og reglu í fámennu héraði, þegar
Rigsarkiv Kaupmannahöfn: Skjöl danska utanríkisráðuneytisins, mappa merkt
Patís 1853—1856. Bréf Scheeles, utanríkisráðherra Dana, 23. maí 1856 til Moltkes,
sendiherra Dana í París.