Saga - 1986, Síða 168
166
KJARTAN ÓLAFSSON
þar væri risin svo Qölmenn nýlenda erlendra manna? — Boðið sé upp
á liðsinni fransks herafla í þessu skyni, en þá vakni spurningin: Með
hvaða hætti hyggst franska stjórnin beita hervaldi sínu og heraga í
Dýrafirði?
Pannig minnir ráðherrann á hverja spurninguna á fætur annarri,
sem allar kalli á svör. Hann segir ljóst, að sá hernaðarsvipur, sem
stofnun þessi hljóti að fá, þar eð innlend yfirvöld verði ekki í færum
um að halda þar uppi lögum og reglu, muni óhjákvæmilega vekja upp
bakþanka í pólitísku tilliti. Nauðsynlegt muni reynast að draga skýrt
mörkin milli innlendrar valdstjórnar og hinnar frönsku herstjórnar og
að tryggja vel réttindi landsmanna gagnvart hinu erlenda hervaldi.
Danski utanríkisráðherrann biður sendiherra sinn í París að afla
upplýsinga um allt, er þetta varðar, og bætir við, að einnig se
nauðsynlegt að fá upplýst, hversu margir Frakkar eigi að hafa vetur-
setu á Dýrafirði. Jafnframt lætur ráðherrann þá skoðun í ljósi, að
trúlega ætti ekki að þurfa fleiri gæslumenn að vetrinum en svo, að
innlend yfirvöld gætu annast þar alla lögsögu þann hluta úr árinu.
Gert var ráð fyrir, að veiðar og vinnsla færi eingöngu fram á sumrin.
Lokaorðin í bréfi danska utanríkisráðherrans frá 23. maí 1856 til
Moltkes sendiherra Dana í París gefa til kynna, að þrátt fyrir ýmsa
fyrirvara og þrátt fyrir andstöðu á íslandi, þá vilji danska stjórnin
engan veginn útiloka, að Frökkum verði veitt umbeðin heimild-
Lokaorð bréfsins eru þannig í lauslegri þýðingu:
Ennfremur vil ég svo fela yður að koma því á framfæri í París,
að hin konunglega ríkisstjórn Danmerkur hefur alls ekki
ákveðið að hafna því erindi, sem hér um ræðir. Þvert á móti
væri það dönsku stjórninni sönn ánægja að geta veitt hinm
keisaralegu frönsku stjórn liðsinni við að koma fram mark-
miðum þeim, er fyrir henni vaka og eru undirrót tilmælanna-
Þetta er þó allt háð því, að veiting slíkrar heimildar, sem um ef
beðið, geti þjónað hagsmunum þess lands, er verða á vett-
vangur athafnanna — hagsmunum, sem dönsku stjórninni ber
skilyrðislaust að leggja sig fram um að annast.30
Hér er sem sagt slegið úr og í og greinilegt, að þegar bréf þetta er
skrifað, vorið 1856, hefur danska stjórnin viljað halda öllum leiðum
opnum og bíða átekta eftir nánari útskýringum frá París.
30. Sama.