Saga - 1986, Page 169
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
167
Norskur kaupmaður mælir með beiðni Frakka
í Nýjum félagsritum
Á þessum tíma kom Alþingi íslendinga aðeins saman annað hvert ár.
Ekkert þing var því háð hér sumarið 1856. En með vorskipum barst
61 landsins 16. árgangur Nýrrafélagsrita, þess ársrits, semjón Sigurðs-
SOn forseti og nánustu samherjar hans gáfu út í Kaupmannahöfn. Þar
birtist á síðu 111 til 139 allýtarleg grein um viðhorfin í verslunarmál-
Urtl íslendinga, nú að fengnu frelsi til verslunar við allar þjóðir.
Greinin ber nafnið „Um verslun fslands". Efnið er reyndar nokkur
^réf til Jóns Sigurðssonar um verslunarmálin, m.a. frá ónafn-
gteindum kaupmanni í Noregi. í bréfi sínu slær hinn norski kaup-
maður því föstu, að stofnun franskrar fiskverkunarstöðvar á íslandi
».gæti ekki verið fslendingum nema til góðs“. í bréfi Norðmannsins í
Fiýjum félagsritum er í fyrsta sinn fjallað hlið við hlið um hugsanlega
stofnun franskrar fiskverkunarstöðvar á íslandi og þann möguleika,
að Frakkar fáist til að lækka toll á innfluttum fiski til Frakklands og
afnerna þau sérstöku verðlaun (ríkisstyrki), sem franska stjórnin
8reiddi þeim þegnum sínum, er gerðu út skip á íslandsmið. Síðar átti
einrnitt samhengið milli þessara þátta eftir að setja mikinn svip á
Urnræður um Dýrafjarðarmálið. Er nú rétt að gefa orðið þessum
n°rska kaupmanni, sem Jón Sigurðsson kom á framfæri í Nýjum
félagsritum. Kaupmaðurinn segir þar:
það lítur síður út til, að ábatasöm verslunarviðskipti geti
komist á milli íslands og Frakklands. Það skyldi þá vera með
því, að hin franska stjórn færi að gegna ráðum hinna vitrustu
stjórnfræðinga sinna og óskum margra af fylkisþingunum í
því að endurbæta öll tollalög sín. Ynni verslunarfrelsið sigur á
Frakklandi, þá mundi hinum norðlægu fiskilöndum opnast
vegur til heillar gullnámu, því Frakkar sjálfir gætu aldrei staðið
þeim á sporði, þegar tollur á útlendum fiski yrði lækkaður og
verðlaun þau, sem frakkneskir fiskimenn fá nú, yrðu af tekin.
Það er og auðsætt, að hin franska stjórn hefur sýnt til þess
nokkurn vott, að hún muni ekki ætla sér að halda eins fast
verndarskildi móti allri útlendri verslun á Frakklandi eins og
hingað til... Vera kann þó, að ótti fyrir því, að einkaleyfin
verði tekin af, hafi komið Körkurum (þeim í Dunkirken) til að