Saga - 1986, Síða 170
168
KJARTAN ÓLAFSSON
reyna að útvega sér fast aðsetur á íslandi, því þar með mundu
þeir geta sölsað undir sig og haldið eins konar einokun á allri
fiskiverslun frá íslandi, ef kringumstæður breyttust. Það ernú
að sönnu bæði víst og satt, að þessi stofnun þeirra á íslandi gceti
ekki verið íslendingum nema til góðs, því íslendingar gætu selt
þeim, sem þar væru, allrahanda hluti, sem þeir þyrftu til
viðurværis, svo sem kjöt, smjör o.s.frv., en fiskivarning þeirra
myndu Frakkar ekki geta notað, því það er ekki annar fiskur
sem gengur tollfrí inn í Frakkland en sá, sem Frakkar veiða og
verka sjálfir. Franska stjórnin mundi og líklega sjá um það að
girða svo fyrir, að íslendingar gætu ekki selt þangað sinn fisk-
En eigi að síður gæti þessi stofnun Frakka aldrei orðið íslandi
til skaða, því þeir gætu lært margt af Frökkum, bæði í aðferð
til að veiða fiskinn og í allri meðferð á honum.31
Jón Sigurðsson sendir Alþingi 1855 ákúrur.
— Vildi hann taka upp samninga við Frakka?
Af þeim orðum, sem hér var vitnað til, má sjá, að í Nýjum félagsrituiti
var eindregið mælt með því, að Frökkum yrði veitt hið umbeðna leyfi
til nýlendustofnunar við Dýrafjörð. Meginefni Nýrra félagsrita var
jafnan ritað af Jóni Sigurðssyni og athygli vekur, að varðandi þetta
stóra mál er Jón sjálfur fáorður. Það eina, sem hann segir sjálfur uW
málið í 16. árgangi Nýrra félagsrita, er að finna í neðanmálsklausu, er
fylgir grein hins ónafngreinda norska kaupmanns. Þar varast Jón að
taka efnislega afstöðu, en veitist hins vegar þunglega að þeim, sem
stóðu að frávísun Alþingis á Dýrafjarðarmálinu sumarið 1855. Neð-
anmálsklausan er undirrituð „útgg.“ og verður að teljast frá J°nl
komin. Hann segir:
Tollur af þeim fiski, sem fluttur er frá útlendum ríkjum 6*
Frakklands, hefur nýlega verið og mun vera enn 24 rd. 70 sk-
af hverju skippundi. Það er auðsætt hvílíkt gagn það væri fyr1^
ísland, ef því yrði til leiðar komið, að innflutningstollur 3
íslenskum fiski yrði lækkaður eða aftekinn á Frakklandi, og
31. Ný félagsrit, 16. árg. 1856, síða 121 og 122.