Saga - 1986, Page 173
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
171
enda Jóns Sigurðssonar og þeir ekki einungis verið pólitískir samherj-
ar. heldur líka persónulegir vinir. 47 bréf Jóns Guðmundssonar til
Jóns Sigurðssonar frá árunum 1845 til 1855 hafa verið gefin út og er
Þau að finna í Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval. 2. bindi.33
Nærri má geta, að Jóni Guðmundssyni hafi sviðið sáran þær ákúrur
Vegna afgreiðslu Dýrafjarðarmálsins á Alþingi 1855, sem honum
^árust frá leiðtoganum í Kaupmannahöfn með Nýjum félagsritum
1856. Traust Jóns Þjóðólfsritstjóra á Jóni Sigurðssyni var að vísu
naikið, en hann hafði líka sfnar eigin meiningar, og nú sá hann, að í
þessu mikilsverða máli hlutu þeir nafnar að verða á öndverðum
nteiði. Hann bjóst til að svara nafna sínum og hinum norska kaup-
nianni fullum hálsi og gera grein fyrir sínum sjónarmiðum.
f Þjóðólfi 27. september 1856 er að finna ýtarlega grein um Dýra-
fjarðarmálið, sem vafalaust er rituð afjóni Guðmundssyni ritstjóra.
Áður en sú grein birtist hafði Jón Guðmundsson ritað Jóni Sigurðs-
syni a.m.k. tvö bréf, þar sem hann gagnrýnir skrifln í Nýjum félagsrit-
Utn um Dýrafjarðarmál og gerir grein fyrir skoðunum sínum á
niálinu.
f bréfijóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar frá 18. ágúst 1856
kemur fram, að hann telur sig vita, að það sé Hermann Baars,
kaupmaður í Björgvin, sem sé höfundur að skrifunum um Dýrafjarð-
armál f Nýjum félagsritum, og þar nefndur „norskur kaupmaður“.
klermann þessi Baars ritaði Jóni Sigurðssyni mörg bréf á árunum
1855 til 1865 og eru þau varðveitt á Þjóðskjalasafni.34
f bréfinu til Jóns Sigurðssonar frá 18. ágúst 1856 segir Jón Guð-
mundsson meðal annars:
Þá líkar mér þó þessu verst við ykkur í Félagsritunum bls.
122—123 og ég verð að játa, að mér er ofvaxið að skilja sam-
bandið eða samanhengið, hvort sem ég lít á það sem Baars (—
sjálfsagt mikill Vindbeutel, eftir því sem hann hefur sýnt sig í
verslun sinni hér) er að vrövla, eða á það, sem þið segið í
nótunni. Baars telur þetta tvennt víst:
1. Að Frakkar geti ekki notað fiskivaming okkar, þó þeir
settust hér.
Lbs. js 141 b fol.Bréf Jóns Guðmundssonar til Jóns Sigurðssonar. Bréf lil Jóns
Sigurðssotiar. Úrval. 2. bindi, Reykjavík 1984.
^jskjs. E 10.1 — Bréf Hermanns Baars tiljóns Sigurðssonar.