Saga - 1986, Side 174
172
KJARTAN ÓLAFSSON
2. Að franska stjórnin mundi líklega gyrða svo fyrir, að
fslendingar gætu ekki selt þangað sinn fisk.
Pessi síðari ályktun finnst mér nú mjög sennileg, því þess
meiri afla sem Frökkum gæfist kostur á sjálfum að hafa hér,
þeim mun minni hvatir og nauðsyn finna þeir til að slaka til
við oss eður aðra um innflutningstollinn. En sjálfir gætu þeir,
— þegar þeir eins og faðirinn fjandi væru búnir að ná hér í einn
fmgurinn og því næst í annan og 3ja — uns öll hendin væri náð,
— sölsað til sín alla fiskverslunina við Spán og með svo felldu
útilokað okkur frá þessum besta fiskmarkaði vorum og þannig
eyðilagt að öllu annan vom helsta aðalbjargræðisveg og einok-
að alla fiskverslun okkar undir sjálfa sig.
Þetta þykir nú ykkur Baars makalaust girnilegt, — og það
ykkur, — þjóðernis- og frelsismönnunum, sem látist vera þvi
ekki álít ég þar með búið, að vor næstfremsti bjargræðisvegur,
— sjávaraflinn, væri kyrktur, heldur og einnig þjóðerni voru
mesti háski búinn af nýlendu frá jafn öflugri og ófyrirleitinni
þjóð sem Frakkar eru. Mér er það eitthvað óskiljanlegt eða það
er þá of hátt eða djúpt sett fyrir mig, að við um það leyti við
látumst róa að því öllum árum að smeygja af okkur hinu
danska helsi en ná sem eðlilegustum landsréttindum, yfir'
ráðum og sem frjálsastri verslun, skulum þá vera með annarri
hendinni að seilast eftir frönsku helsi miklu þrengra, — því er
þjóðerni voru og landsréttindum er búið af miklu meira tjon
og svo þeim atvinnuveginum þar sem hvað mest kveður að,
sjávaraflanum, og sem ef til vill má kveða mest að af öllu, e^
hann mætti njóta sín og ná eðlilegum viðgangi eftir fátækt
vorri og síganda. Og þetta allt ættum við að leggja í sölurnar
einungis upp á óvissa von um að geta selt töluvert dýrar en
verið hefur fáeinar kindur, — en um það er mér ekki ljost,
hvort okkur á að vera það svo mikið kappsmál í kornlausu
landi eins og hér er. En þó Baars nefni líka smjörsöluna, þá er
það ekki nema slúður, því á meðan smjörsalan eykst ár frá arl
vegna fólksfjölgunarinnar í sjóplássunum, hinnar óhóflegu
kaffibrúkunar o.þ.l., þá er ekki að ráðgera neinar hvatir fyrir
landsmenn að fara að verka smjör svo vel að Frakkar vilj1
kaupa. Gjöri Danir og þið dönsku herrar (— í þessu efni
minnsta kosti) það ef þið viljið, að fá ísland allt í hendur