Saga - 1986, Side 175
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
173
Frökkum með reglulegum samningi, en við semjum áður við
þá um allar innbyrðis skyldur og réttindi, það lætur sig heyra.
Frakkar hafa þá einhver ráð, að ná útúr Dönum fé því, sem
þeir hafa af oss stolið og vilja einskis láta okkur af njóta, og þá
mundum við geta bæði borið okkur að mestu sjálfir og áskilið
okkur ýms réttindi og gengið svo frá samningum yfir höfuð
að okkur væri borgið bæði í einu og öðru. En frá hinu er ég
með öllu, að láta Frakka, eða hverja þjóð sem er, ná hér
þegjandi fótfestu og smám saman öllum yfirráðum skilyrðis-
laust, allra síst Frakka, sem hafa svo ófrjálsa verslun og mundu
því einnig smám saman drepa hér alla frjálsa verslun í fiskinum
og allan viðgang í sjávaraflanum.35
I bréfi sínu til Jóns Sigurðssonar frá 18. ágúst 1856 segir Jón
Guðmundsson sitthvað fleira um tilmæli Frakka, en sá kafli bréfsins,
Sem hér hefur verið birtur, nægir til að sýna, hversu öndverðar
skoðanir Þjóðólfsritstjórans voru þeim viðhorfum, er fram höfðu
k°mið í Nýjum félagsritum.
í þessu sama bréfi Jóns Guðmundssonar koma fram nokkur önnur
atriði, sem skipta máli. Má þar nefna þessi:
1- Jón Guðmundsson vísar algerlega á bug þeirri kenningu Nýrra
félagsrita, að Alþingi hafi afsalað sér einhverjum rétti með af-
greiðslu málsins 1855. Jón segir frávísunina, sem þá var sam-
þykkt, hafa byggst á því, að erindi Frakka barst ekki rétta
boðleið. Dönsku stjórninni sé hins vegar skylt að leggja beiðni
Frakka fyrir Alþingi, áður en hún veiti þeim svör.
2- Jón kveðst hafa heyrt, að Oddgeir Stephensen, forstöðumaður
islensku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, sé mjög
hlynntur erindi Frakka „eftir sem hann kvað hafa skrifað vinum
sínum hér“.
Þegar Jón Guðmundsson skrifar Jóni Sigurðssyni þann 18. ágúst
}856, er nýlega lokið heimsókn franska prinsins Jeromes Napóleons til
ar*ds, en hann sigldi héðan um miðjan ágúst. í ritgerð þessari
Verður síðar fjallað nokkuð um heimsókn þessa og um tengsl hennar
^Ynrhugaða nýlendustofnun Frakka við Dýrafjörð. Hér skal þess
ems getið, að í bréfinu til Jóns Sigurðssonar frá 18. ágúst 1856 segir
3s- Lbs.
JS 141 b fol. Bréfjóns Guðmundssonar 18. ág. 1856 til Jóns Sigurðssonar.