Saga - 1986, Page 176
174
KJARTAN ÓLAFSSON
Jón Guðmundsson, að Napóleon hafi spurt, þegar stiftamtmaður
sagði honum frá tapi Dana á íslandi: — „Því vill þá Danmörk vera að
basla við slíkan ómaga?“
Þar sem Djöjlaeyjati rís
Sumarið 1856 voru hér reyndar á ferð fleiri erlendir tignargestir en
Napóleon prins. í júnímánuði kom hingað breski aðalsmaðurinn
Frederick Dufferiti lávarður, og í byrjun ágúst kom Vilhjálmur prins af
Óraníu, ríkiserfingi Hollands. í bréfi, sem Jón Guðmundsson ritar
Jóni Sigurðssyni 30. ágúst 1856, hefur hann m.a. fréttir að færa urn
það, hvað Hollendingar í fylgdarliði Vilhjálms prins af Óraníu hafi
sagt mönnum hér um tilganginn að baki beiðni Frakka um aðstöðu
við Dýra^örð. í þessu bréfi frá 30. ágúst 1856 segir Jón Guð-
mundsson:
Ég er nú á þessum dögum að smá hugsa um grein í næsta
Þjóðólf um bólfestu Frakka í Dýrafirði. Þar verð ég allur á öðru
máli en þið sýnist vera, félagsritamennimir, eins og þú hefur
getað skilið af bréfi mínu með póstskipinu, og byggi ég þ3^
reyndar ekki á því — sem annars væri merkilegt, ef satt væri, "
en Hollendingar, hinir helstu með Vilhjálmi af Óraníu, höfðu
sagt, að það hefði verið altalað í „diplomatiske Kredse" heirua
hjá þeim áður þeir fóru, ekki einungis að ferð prins Napóleons
stæði í nánu sambandi við þessa fyrirætlun Frakka, heldur og
að þessi Colonie þeirra ætti að verða „Forbryderkolonie".
Hvað sem um það er, þá álít ég þessa nýlendu Frakka vera
mjög ísjárverða fyrir fiskverslun okkar og sjávarútveg allan-
Þeir geta beðið um nýlendurétt á fleiri stöðum hér en þarna og
gera það sjálfsagt. Og svo geta Englendingar og Hollendingar
komið og beðið um hið sama, — en líklega má mikið af þeim
læra — eins og þið segið — og ósköpin sjálf selja þeim af „ke°
og srnjöri". Látum þá koma sem flesta, ríka og öfluga útlend-
inga, svona einstöku menn eða heil félög, og setjast hér að með
fjárafla sinn sem borgarar og vinna Indfodsret, — það þigg
fegins hendi, en ekki hitt. — Þessar nýlendur af fiskiskrfl
Karkara og máske óbótamenn á 3—4 eða fleiri stöðum verða