Saga - 1986, Blaðsíða 177
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
175
að 30 árum liðnum búnir að kyrkja hér allt þjóðerni. Það skal
sannast.36
Athyglisvert er, að svo eindregið semjón Guðmundsson mælir gegn
því að Frakkar fái heimild til nýlendustofnunar við Dýrafjörð, þá
telur hann vel koma til greina, að erlendir menn fái að hefja hér
atvinnurekstur — en þá því aðeins, að þeir setjist hér að og ávinni sér
innlendan ríkisborgararétt, svo arðurinn af atvinnustarfseminni verði
ekki allur fluttur úr landi.
í hinu fyrra bréfijóns Guðmundssonar, sem hér var vitnað til og
skrifað var 18. ágúst 1856, slær hann því einnig fram, að hugsanleg
nýlendustofnun Frakka í Dýrafirði sé lakari kostur en sá, að Danir og
■>þið dönsku herrar“ fáið „ísland allt í hendur Frökkum". Hitt tekur
Jón Guðmundsson fram um leið, að komi til þess að Danir láti ísland
af hendi við Frakka, þá verði slíkt að gerast með vönduðum samn-
lngi, þar sem réttindi íslendinga verði rækilega tryggð.
Þessi orð Jóns Guðmundssonar verða út af fyrir sig ekki tekin sem
nein vísbending um það, að Frakkar hafi haft í hyggju að ná fullum
yfirráðum á íslandi. Engu að síður verður það að kallast harla
nierkilegt, að ritstjóri Þjóðólfs skuli ræða þann möguleika í tengslum
við DýraQarðarmálið og á þann hátt, sem hann gerir í bréfinu til Jóns
Sigurðssonar frá 18. ágúst 1856. Á þjóðfundi 1851 hefðu það líka þótt
fiðindi, að Jón Guðmundsson ætti fimm árum síðar eftir að kallajón
Sigurðsson „danskan herra“, eins og hann gerir í sama bréfi.
Að svo stöddu verður ekkert fullyrt um raunverulegan tilgang
Prakka með beiðninni um Dýrafjörð, og þá ekki heldur um það,
hvort hæfa hafi verið í orðrómnum, sem Jón Guðmundsson segir í
firéfinu frá 30. ágúst, að fari hátt í hópi erlendra stjórnarerindreka í
^ollandi — þeim orðrómi að Frakkar ætli sér að koma hér upp
^nganýlendu. Fullyrðingar um væntanlega fanganýlendu í Dýrafirði
fiefur ritstjóri Þjóðólfs eftir Hollendingum, sem hér voru í fylgdarliði
^iihjálms prins af Óraníu. Hvað sem öðru líður þá er í þessu
sambandi vert að minnast þess, að einmitt um þetta leyti hafði franska
eisarastjórnin nýlega hafið rekstur hinnar alræmdu fanganýlendu
S1nnar á Djöflaeynni undan strönd Frönsku Guyana í norðaustan-
36.
^ama. Bréfjóns Guðmundssonar 30. ág. 1856 til Jóns Sigurðssonar.