Saga - 1986, Page 179
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
177
stóðu þá. Hann segist vilja skoða það „nokkuð nákvæmar, hvort þessi
dótnur Nýrra félagsrita er á rökum byggður eður eigi“ og segir síðan:
Uppástungan var alls ekki frá stjórn Frakka, heldur frá einstök-
um mönnum, fáeinum kaupmönnum í litlum stað (Dunkirk-
en) á Frakklandi, eða rituð Alþingi „eftir bón þeirra", og
einkum þess vegna var alls engin ástæða fyrir Alþing að gefa
neinn gaum að fyrirspurn þessari, enda þótt þar hefði verið
heitið öllum þeim hagsmunum í móti og boðið og und-
irgengist að leysa af hendi allar þær skyldur, sem mætti virðast
fullnægjandi, og vega upp í móti réttindum þeim og hagsmun-
um, er farið var fram á að vinna. Pví þessir einstöku menn í
framandi landi, er enginn þekkir nein deili á, geta að vísu —
eins og þeir gjörðu — farið fram á að öðlast og þegið hér fyrir
sig og sína félaga og eftirmenn verulega hagsmuni og lands-
réttindi til langframa, en hvaða skuldbindandi kraft hafa loforð
þeirra um skyldur og hagsmuni í móti á meðan þeir búa sjálfir
í fjarlægu landi og undir annarlegri stjórn og lögum? Ef Alþing
gæfi gaum að öllum slíkum uppástungum og fyrirspurnum,
sem hinn eður þessi kynni að rita þinginu, að sögn „eftir bón“
frá einstökum mönnum hér og hvar út um heim, og færi að
skoða þær og ræða sem „augljóst löggjafarmál" og „segja
beint, hvort það vildi óska að slíkt leyfi yrði veitt eður ekki“,
þá sjá allir, að þingið sýndi þar með ekki aðeins hinn mesta
sljóleik heldur og svo bera vanþekkingu á stöðu sinni og
skyldum, er alls engin bót yrði mæld fyrr eður síðar.37
Með þessum orðum hefur Jón Guðmundsson augljóslega beint
^áli sínu sérstaklega til lóns Sigurðssonar og verið að svara skrifum
^ýrrafélagsrita.
í þessari sömu grein segir Jón Guðmundsson, að nú hafi heyrst að
franska stjórnin ætli að snúa sér beint til danskra stjórnvalda með
e'ðni um heimild til nýlendustofnunar í Dýrafirði — „og ætla
n°kkrir, að ferð prins Napóleons hér í sumar hafi staðið í meira eða
JFUnna sambandi við þetta mál“, bætir Jón við. Sérstaka áherslu
Sgur Jón Guðmundsson á það, að stjórnin í Kaupmannahöfn geti
s ekkert afráðið um þetta mál fyrr en hún hafi leitað álits Alþingis
37
' Þjóðólfu, 27. sept. 1856, síða 139.
12