Saga - 1986, Page 180
178
KJARTAN ÓLAFSSON
og fengið bendingar þess „um hinn meiri eður minni hagnað eða þó
miklu fremur óhagnað", sem þessu fylgdi.38 Hann telur því fráleitt,
að Alþingi hafi með afgreiðslu sinni árið 1855 afsalað sér nokkrum
rétti. Þótt Alþingi hafi vísað frá sér beiðni „nokkurra kaupmanna",
sem ekki gat talist svaraverð, þá sé þinginu bæði rétt og skylt að taka
til umfjöllunar það erindi er berast kunni frá frönsku ríkisstjórninni.
Áður en horfið verður frá þessari grein Jóns Guðmundssonar í
Þjóðólft 27. september 1856 skal að lokum tekið fram, að Jóni virðist,
er hann ritaði greinina, ekki hafa verið kunnugt um þau áform Frakka
að þrefalda fiskveiðiflota sinn hér við land, ef aðstaða fengist i
Dýrafirði. Frá þeim ráðagerðum greinir Trampe stiftamtmaður hins
vegar í bréfi sínu frá 11. ágúst 1855 til dönsku stjórnarinnar og hér var
áður vitnað til. Heimildarmaður Trampes í þessum efnum var sjálfur
B. Demas flotaforingi, yfirmaður franska flotans hér við land.
Þeir íslendingar, sem best fylgdust með almennum málum uffl
miðja 19. öld, héldu bæði Ný félagsrit og Þjóðólf. Um fáa aðra
„fjölmiðla" var að ræða hérlendis þar sem vænta mátti skrifa um
Dýrafjarðarmál. Þegar kom fram um veturnætur 1856, gátu menn
borið saman málflutninginn í þessum tveimur ritum og á þeim
grundvelli myndað sér skoðun á því, hvernig snúast ætti við beiðm
Frakka um nýlendustofnun í Dýrafirði. Ætla má, að margir lands-
menn hafi talið stóran vanda á höndum í þessum efnum, ekki síst
Dýrfirðingar og aðrir íbúar ísafjarðarsýslu, kjördæmis Jóns Sigurðs-
sonar. Við rannsókn á skjölum og bréfum, sem varðveist hafa, kemut
sitthvað merkilegt í ljós um afstöðu Vestfirðinga til málsins. Ekki er
þó vert að greina hér frá þeim hræringum, er hófust vestra undir lok
ársins 1856, fyrr en fjallað hefur verið um að minnsta kosti tvo
atburði, sem á undan fóru.
Óspektir Frakka á Dýrafirði.
— Bjarni Þórlaugarson barðist einn við átján
Þann 14. ágúst 1856 skýrir Þjóðólfur frá bardaga, sem orðið hafði a
Dýrafirði 11. júní þá um sumarið, er Bjarni Þórlaugarson barðist eim1
við átján Fransmenn um borð í franskri skútu á Alviðrubót. Svo vill
38. Sama.