Saga - 1986, Page 182
180
KJARTAN ÓLAFSSON
þilfarinu við hlunninguna, og reyndu til að leggja bönd á
mig... En þremur af þeim fékk ég í sömu svipan hrundið ofan í
lúkarinn með hnefahöggi á einn þeirra.
Bjarni Þórlaugarson segir, að þeir sem fjær stóðu í hringnum hafi
otað að sér hnífum, en sjálfur kveðst hann hafa náð í fætur stýri-
mannsins á Sem Valerfe „og hélt þeim [fótunum] utan um mig og
veifaði honum svo um mig, gat með því varið mig um hríð.“
Bardaganum á Alviðrubót verður ekki lýst nánar hér, en að lokum
komu menn úr landi á jullunni og tókst Bjarna þá að stökkva niður i
hana og komst svo úr þessari þraut. — „Vantaði mig þá svarta skó, er
ég hafði fleygt af mér“, segir Bjarni og tekur fram, að föt sín hafi öll
verið „stykkjuð og rifin“. Síðan bætir hann við:
Allur var ég þjakaður og særður en einkum í andliti, blár um
augun og sprengt fyrir á og í munninum svo að úr blæddi
mjög. Höfuðið var mjög sárt af hártogum og var einn lokkur
burt stykkjaður auk annars. Annars staðar fann ég mest til i
síðunni og brjóstinu og var ég ekki verkfær heila viku en
kenndi mjög til í hálfan mánuð.
Tveim dögum eftir bardagann á Alviðrubót fann hollenskur skip-
stjóri dauðan Frakka rekinn útundir Miðlendislæk, milli Alviðru og
Gerðhamra, en í réttarhöldunum á ísafirði kveðst Bjarni Þórlaugar-
son ekki vita til, að „nokkur hafi farist á þessu skipi á meðan a
aðsókninni stóð.“ Okkur er ekki vandara um en Erlendi sýslumanni
að taka þá yfirlýsingu gilda.
Þegar Bjarni skipherra komst í hann krappan á Alviðrubót 11. juni
1856 var hann 29 ára gamall. Fyrir réttinum segist hann fæddur a
Rafnseyri við Arnarfjörð og kveðst hafa átt heima í Arnarfirði til
tvítugsaldurs, en síðan á Dýrafirði og á ísafirði. Um fæðingarstað
Bjarna er prestsþjónustubók Rafnseyrarsóknar einnig til sönnunar.
Þótt fátt sé nú vitað um það með hvaða hætti umræðurnar um
mannraun Bjarna Þórlaugarsonar og um tilmæli Frakka um nýlendu-
stofnun hafa tvinnast saman í Dýrafirði og nálægum byggðum sum-
arið 1856 — þá þarf vart að efa, að oft hafi hvort tveggja verið raett i
senn. Til Kaupmannahafnar hafajóni Sigurðssyni borist fréttirnar af
bardaga eins gegn átján á Alviðrubót og við skulum ætla að hann hafi
minnst hvítvoðungsins, sem fæddist heima á Rafnseyri, meðan J°n
var þar enn í föðurhúsum. Þetta barn Þórlaugar, vinnukonu Sigurðar
prests, hefur máske verið enn eftirminnilegra fyrir það, að aldrei tókst