Saga - 1986, Síða 184
182
KJARTAN ÓLAFSSON
þegar hér var komið sögu, þar eð keisaranum hafði loks fæðst sonur í
marsmánuði þetta sama ár.40 Engu að síður stóð Jerome Napóleon
prins, sem nú var 33ja ára gamall, næstur keisaranum, frænda sínum,
að tign allra þeirra, sem máttu mæla við frönsku hirðina. Svo fremi
menn meti nokkurs vald stórvelda eða hátign konunga og keisara,
mun óhætt að fullyrða, að aldrei fyrr hafi þvílíkur virðingarmaður
sótt ísland heim.
Gufuskip' Napóleons prins hét Reine Hortense, og að morgni 30.
júní 1856 var prinsinum og skipi hans fagnað á Reykjavíkurhöfn með
21 fallbyssuskoti frá franska herskipinu Artemise, er hér dvaldi
sumarlangt. Fleiri voru skipin í föruneyti prinsins.
Til að fagna Napóleon prins og bjóða hann velkominn stigu brátt
um borð í skip hans þrír helstu embættismennirnir í Reykjavík "
Trampe stiftamtmaður, Vilhjálmur Finsen bæjarfógeti og Pétur Pét-
ursson, settur biskup, „allir skrýddir embættisskrúða". Og „klukkan
eitt lagði prinsinn sjálfur að landi á báti sínum prýddum flöggum, er
dreginn var upp á hinn frakkneski örn, og sté á land en stiptamtmaður
tók við honum á bryggjusporði og fylgdi heim í stiptamtsgarð."41
I blaði Jóns Guðmundssonar, Þjóðólft, er að finna nokkuð ýtarlegar
frásagnir af dvöl Napóleons hér, þar sem m.a. er sagt frá gjöfum hans
og stórfenglegum veisluhöldum í tilefni heimsóknarinnar. Frásagnir
þessar er að finna í Þjóðólfi 5. júlí, 14. júlí, 28. júlí og 14. ágúst þá um
sumarið. í Þjóðskjalasafninu í París (Archives Nationales) liggur i
handriti dagbók, er rituð var af einum leiðangursmanna í ferð Napo-
leons um norðurhöf. í safninu er dagbókarhandrit þetta auðkennt
svo: — 400 A P mic 164 2.
Nafn ritara dagbókarinnar kemur ekki fram á handritinu, en fratn-
an við dagbókarhandritið er skrá yfir alla helstu þátttakendur >
Napóleonsleiðangrinum og er þar m.a. nefndur Hubaine og titlaður
„secrétaire", sem ætla verður að þarna merki einkaritari. Hubaine
þessi er því líklegur höfundur dagbókarinnar.
Onnur frönsk heimild um þennan leiðangur Napóleons prins
sumarið 1856 er bók, sem út kom í París árið 1857 og heitir Voyage
Dans Les Mers Du Nord A Bord De La Corvette La Reine Hortense■
Höfundurinn er einn leiðangursmanna, Charles Edmond, öðru nafiu
40. Skírnir 1856, síða 117.