Saga - 1986, Page 186
184
KJARTAN ÓLAFSSON
þá taldi liðlega 1300 íbúa. Prinsinn skoðaði dómkirkjuna, kirkjugarð-
inn, skólann, prentsmiðjuna, lyfjabúðina og gildaskálann.41 f blaðinu
Norðra á Akureyri segir, að á gildaskálanum hafi Napóleon borgað 30
dali fyrir tvö glös af öli,42 en nærri lætur að slík greiðsla samsvari
heilu kýrverði. Þvílíkar voru fregnimar af örlæti þessa volduga
keisarafrænda við íslendinga! Næsta dag, hinn 1. júlí, lagði svo
Napóleon ásamt fylgdarliði af stað í fjögurra daga ferð austur að
Geysi, og var farið á meir en 100 hestum. í Þjóðólfi er Napóleon prinsi
lýst á þessa leið:
Prins Napóleon er hár maður vexti og þrekinn vel að því skapi
og hinn karlmannlegasti og höfðinglegasti maður, ljósleitur í
andliti en dökkur á hár og dökkeygður og snareygður og mjög
fagureygður, ennið mikið og frítt, þykkleitur nokkuð hið
neðra um andlitið og mikill um kjálka sem keisarinn mikli var,
foðurbróðir hans. Enda er hann að ásjónu og andlitslagi mjög
líkur Napóleon hinum I. eftir því sem meistarinn Davíð hefur
málað mynd hans, þá bestu sem til er af honum.43
Veislur og gjafir. — Málverk af keisarahjónunum
„nær því ifullri likamsstœrð" gefð bústað stiftamtmanns
Jón Guðmundsson lýsir einnig nokkuð í blaði sínu veisluhöldunum,
bæði um borð í franska herskipinu Artemise og í garði stiftamt-
manns, en sá bústaður er nú stjórnarráðshús okkar. Þetta hafa verið
vegleg veisluhöld og þangað boðið öllum helstu fyrirmönnum 1
Reykjavík svo og mörgum betri borgurum ásamt konum þeirra og
dætrum. Um borð í franska herskipinu var leikið fagurlega á hljóð-
færi og stiginn dans veislukvöldið, og í veislu stiftamtmanns ma
segja, að tjaldað hafi verið því sem til var. Um skreytingarnar þar
segir Þjóðólfur:
Var þar tjaldaður mikill borðsalur, alsettur vaxljósahjálmum
og blómkerfum, sunnan undir stiptamtmannsgarðinum,
41. Þjóðá/ur 5. júlí 1856, síða 109.
42. Norðri júlí 1856, síða 54.
43. Þjóðólfur 14. júlí 1856, síða 118.