Saga - 1986, Page 188
186
KJARTAN ÓLAFSSON
Dvöl Napóleons á Dýrafuði. Á Þingeyri lét prinsinn
taka Ijósmynd af Kristjönu Knudsen
Þann 7. júlí lét skip Napóleons úr höfn í Reykjavík og var stefnan
tekin á Jan Mayen. En þótt gufuskipið Reine Hortense væri 65 metrar
á lengd, stórmastrið 39 metrar á hæð og allt skipið vel búið til erfiðra
sjóferða, þá mátti slíkt sín lítils gegn hafísnum, er mætti Napóleon
þessa júlídaga hér fyrir norðan land. Til Jan Mayen komst prinsinn
því aldrei. í dagbók Frakkanna má hins vegar sjá, að klukkan 5:15 að
morgni 13. júlí siglir skip Napóleons, Reine Hortense, inn á On-
undarfjörð, komið norðan úr hafísnum. í Önundarfirði skildu Frakk-
arnir eftir bréf til skipstjórans á Saxon, einu fylgdarskipa Napóleons,
er þeir væntu að þangað kæmi síðar. í dagbókinni segir, að bréfið hafi
verið afhent þeim, sem fyrirmannlegastur þótti í hópi Önfirðinga, en
tungumálaerfiðleikar hindruðu samræður.48
Síðla dags 13. júlí 1856 sigldi svo Napóleon prins frá Önundarfirði
fyrir Barða og inn á Dýrafjörð, þar sem akkerum var varpað fram-
undan Þingeyri, á 15—20 faðma dýpi, klukkan 10 að kvöldi sama
dags. í dagbók leiðangursins er að finna nokkra lýsingu á landslagL
bæði í Önundarfirði og Dýrafirði. Er þar látin í ljós mikil hrifning yfir
tign og fegurð vestfirsku fjallanna og þau sögð bíða þess, að jarðfræð-
ingar og landslagsmálarar komi á vettvang. Gerð er grein fyrir
mismunandi sjávardýpi hér og þar um Dýrafjörð og sá Qörður sagðut
enn merkilegri en Önundarfjörður.
Þingeyri lýsir franski dagbókarritarinn svo, að þar sé að sjá eltr
timburhús með flaggstöng, heldur viðkunnanlegt, og búi þar danski
kaupmaðurinn á staðnum, en að baki séu svo íslenskir kofar. „Það er
á þessum stað“, bætir dagbókarhöfundur við,„ sem Demas flotafot'
ingi leggur til að komið verði á fót fiskþurrkunarstöð fyrir franska
fiskimenn.“49 í dagbókinni má sjá hversu lengi Napóleon prins og
fylgdarlið hans hafa dvalist á Dýrafirði. Þeir koma til Þingeyrar að
kvöldi 13. júlí, eru þar næstu nótt og fram eftir morgni næsta dag>
48. Archives Nationales í París. — 400 A P mic 164 2. — Dagbókin úr leiðangr
Napóleons prins 1856.
49. Sama.