Saga - 1986, Page 190
188
KJARTAN ÓLAFSSON
sjálfan bastilludaginn þann 14. júlí. Um morguninn fara allir á fætur
klukkan sex. Prinsinn fer þá í land og hópur Frakka með honum.
Napóleon keisarafrændi nær að skjóta æðarfugl, sem hann hefur með
sér um borð, en fylgdarmenn hans safna á Þingeyri plöntum og
steinum.50
Vafalaust má kalla, að koma Napóleons hafi vakið æma athygli í
Dýrafirði, enda þótt bændur hafi máske ekki gert sér þess fulla grein,
hvflíkur tignarmaður hér var á ferð — en nýlunda hefur það verið á
þessum tíma að sjá gufuskip sigla inn fjörðinn. Um samskipti Frakk-
anna við fólk í Dýrafirði er dagbókin fáorð, en vel má vera, að meðal
þeirra, sem sáu Napóleon spígspora um á Þingeyri, eða skip hans
sigla um Dýrafjörð, hafi verið Bjami Þórlaugarson, skipherra á
dekkbátnum Phönix, er hér kom áður við sögu. Sá var ekki líklegur
til að blikna þó sjálfum Napóleon væri að mæta.
Höfundur dagbókarinnar greinir frá því, að Napóleon hafi boðið
danska kaupmanninum á Þingeyri og konu hans íslenskri um borð í
skip sitt. Kaupmaðurinn er sagður heita Thomson og tekið fram, að
hann búi jafnan í Danmörku að vetrinum, en komi til íslands í
maímánuði ár hvert og sigli þaðan aftur í ágúst. Á Þingeyri eru
viðskipti kaupmannsins sögð nema 16—17 þúsund dölum á ári, en
bætt við, að þessi sami kaupmaður reki einnig aðra verslun á Suður-
landi og þar sé veltan mun meiri eða um 70 þús. dalir.51
Nú hljóta ýmsir að spyrja: Hver er svo þessi „Thomson", kaup-
maður á Þingeyri, og hver er hans íslenska kona?
Á Þingeyri er aðeins einum kaupmanni til að dreifa árið 1856 og
heitir sá reyndar Hans Edvard Thomsen, svo ekki hefur nú nafnið
brenglast mikið. H.E. Thomsen hafði keypt Þingeyrarverslun árið
1838 og er kaupsamningnum þinglýst á manntalsþingi í Meðaldal i
Dýrafirði þann 1. júní 1839. í veðmálabókinni kemur fram, að H.E.
Thomsen hefur greitt 2625 ríkisbankadali í reiðu silfri fyrir verslunina
og það sem henni fylgdi. Thomsen er síðan eigandi Þingeyrarverslun-
ar í nær þrjá áratugi, en selur hana 11. desember 1866 Niels Christjan
Gram fyrir 10.900 ríkisdali. Afsalinu er þinglýst í Meðaldal í Dýrafirði
8. júní 1867.52 Hans Edvard Thomsen hafði á yngri árum verið
50. Sama.
51. Sama.
52. Pjskjs. Veðmálabækur ísagarðarsýslu árin 1839 og 1867.