Saga - 1986, Blaðsíða 191
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
189
verslunarstjóri bæði í Vestmannaeyjum og í Reykjavík, og þann 29.
október 1832 gekk hann að eiga konu þá, er tæpum aldarfjórðungi
síðar stóð við hlið hans á skipi Napóleons keisarafrænda vestur á
Þingeyri. Þetta var Kristjana Knudsen, ein dætra Margrétar Andreu
Knudsen, er lengi bjó kaupmannsekkja í Landakoti í Reykjavík.
Brúðkaup þeirra Kristjönu og Edvards Thomsens fór fram í Vest-
rnannaeyjum, þar sem Páll Jónsson skáldi, prestur í Kirkjubæ, gaf þau
saman haustið 1832.53
Upp á dönsku hét Kristjana Knudsen Christiane Dorothea, og
þannig er hún skráð í Reykjavíkurmanntali frá 2. febrúar 1835, þá gift
Thomsen og búandi í Knutzonshúsi. í Kaupmannahafnarmanntali frá
T febrúar 1855 má finna þau hjónin, þá búandi með sex börnum
sínum í Toldbodgaden 53, 1. sal (nú Toldbodgaden 11).54
Þegar Napóleon prins leiddi frú Thomsen um borð í skip sitt á
Þingeyri á bastilludaginn árið 1856 var hún 42 ára að aldri, að tali
kirkjubóka fædd í Reykjavík 9. október 1814, en dáin í Kaupmanna-
höfn 31. júlí 1859. Aldarfjórðungi fyrr var hún enn ung og ógefin
stúlka í Landakoti, og þá brunnu heitast eldar, er því hafa valdið, að
ytnsir þekkja enn jómfrúrnafnið Kristjana Knudsen, þó frúarnafn
hinnar sömu, Christiane Dorothea Thomsen, sé nú flestum gleymt.
Sagnir herma, að á þeim dögum hafi ungur skrifari hjá Ulstrup
bæjarfógeta í Reykjavík fest ást á Kristjönu Knudsen í Landakoti, en
ferið halloka fyrir Thomsen þeim, er síðar varð kaupmaður á Þing-
eyn. Þessi bæjarfógetaskrifari hét Jónas Hallgrímsson og gekk á
bláum frakka spölinn frá Aðalstræti að Landakoti. Um þessi fornu
astamál skal hér vísað til ritgerðar Páls Bjarnasonar um ástamál
Jónasar Hallgrímssonar í Studia Islandica frá árinu 1969. Er þar m.a.
vitnað í bréf til Jónasar, sem ótvírætt bera með sér, að skáldið hefur
haft hug á Kristjönu. Um þetta má einnig vísa til greinar Indriða
Tinarssonar í tímaritinu Iðunni frá árinu 1928, en tengdamóðir Indriða
Var systir Kristjönu Knudsen og lifði framundir aldamót. Frá henni
°8 öðru samtímafólki hefur Indriði fróðleik sinn um þessi efni.
Kenning Indriða er sú, að Kristjana Knudsen hafi verið stúlkan,
Sem Jónas Hallgrímsson „harmaði alla daga“ og að margt í kvæðum
Jóhann Gunnar Ólafsson í Gamalt og nýtt, Vestmannaeyjum marz 1950, síða 70.
^4. Manntal í Reykjavík 1835 og í Kaupmannahöfn 1855.