Saga - 1986, Blaðsíða 192
190
KJARTAN ÓLAFSSON
Jónasar sé sprottið af þeim trega.55 Hér skal ekki dæmt um sannleiks-
gildi frásagna Indriða, en vel má hugsa sér, að oft hafi meiru verið
logið um svo dulin einkamál. í dagbókinni frönsku segir, að
kaupmannsfrúin á Þingeyri hafi verið mjög ljóshærð („cheveux
blonds pales“). Að öðru leyti er Kristjönu ekki lýst þar, en hins vegar
frá því greint, að þegar Kristjana var komin á skip Napóleons, hafi
prinsinn gefið henni armband og látið Rousseau, ljósmyndara leiðang-
ursins, taka af henni mynd („S.A.I. donne á Mme Thomson un
bracelet et la faire photographér par Mr Rousseau").
Þessi myndataka um borð í Reine Hortense á Þingeyrarhöfn þann
14. júlí 1856 hlýtur reyndar að teljast ærið söguleg, því þá var
ljósmyndaöld ekki runnin upp á íslandi. Flest bendir til, að mynd
Napóleons af Kristjönu Knudsen sé fyrsta ljósmynd af nafngreindum
einstaklingi, sem tekin hafi verið hérlendis og tímasett verði með
óyggjandi hætti.56 Dagbókarhandritið úr íslandsleiðangri Napóleons
reynist því auk annars hafa að geyma mikilvægar upplýsingar fyrir
íslenska ljósmyndasögu.
Vel má vera, að myndin af Kristjönu Knudsen sé enn varðveitt i
París með gögnum leiðangursins eða annars staðar. Þó ekki væri
nema vegna Jónasar Hallgrímssonar, verður rækileg leit á frönskum
háaloftum að teljast aðkallandi þjóðnytjaverk.
Kristjana Knudsen og eiginmaður hennar kvöddu Napóleon prins
að loknum morgunverði við borð hans hátignar á Þingeyrarhöfn-
Klukkan 10:15 um morguninn var akkerum létt og gufuskipið Reine
Hortense sigldi út Dýrafjörð áleiðis til Reykjavíkur, en þangað kom
skipið aðfaranótt 15. júlí klukkan þrjú.
í Þjóðólft 28. júlí 1856 er getið um komu Napóleons til Dýrafjarðar
og segir þar, að á bakaleið norðan úr höfum hafi Napóleon hleypt
inn á Dýrafjörð, til að skoða nýlendu- eða fiskverkunarsvæði
það, er Frakkar sækjast eftir að fá þar og kvað vera nálægt
miðjum firðinum eður sveitinni, þar sem Þingeyrarkaupstaður
er. Prins Napóleon dvaldi þar sem svaraði einu dægri og
þar gjafir.57
55. Indriði Einarsson í Iðunn, Nýr flokkur, XII. árg. Reykjavík 1928, síða 277—284.
Páll Bjamason í Studia Islandica númer 28, Reykjavík 1969, síða 54—59.
56. Inga Lára Baldvinsdóttir er sérfróð um ljósmyndir og staðfestir að ekki sé kunnugt
um slíka myndatöku hérlendis fyrr.
57. Þjóðótfur 28. júlí 1856, síða 121.