Saga - 1986, Page 195
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ
193
mytid. Sesselja Þórðardóttir frá
Sviðholti. Líkur benda til að þetta sé
ntyndin sem Napóleon prins lét gera af
henni sumarið 1856.
júlí hafi prinsinn veitt Sesselju sérstaka athygli og óskað eftir að fá
hana um borð morguninn eftir, svo taka mætti af henni ljósmynd
(.,photographier“). Dagbókin greinir þó svo frá, að um borð í Reine
Hortense að morgni 17. júlí hafi Napóleon látið Giraud, sem var
teiknari leiðangursins, gera andlitsmynd af Sesselju — og verður því
að telja líklegra, að myndin af Sesselju sé teikning, en ekki ljósmynd,
þó hugsanlegt sé, að teiknarinn hafi líka kunnað á galdratæki Rousse-
aus, er var Ijósmyndasmiður ferðarinnar. Þegar Sesselju Pórðardóttur
Var boðið í morgunverð hjá Napóleoni keisarafrænda, var hún 22ja
ara gömul, fædd 16. janúar 1834 í Sviðholti á Álftanesi. Foreldrar
hennar voru Þórður Bjarnason, umboðsmaður þar, og kona hans,
Guðlaug Aradóttir frá Flugumýri í Skagafirði.61 Sesselja missti ung
^ður sinn, en móðir hennar giftist fljótlega aftur, og varð þá síðari
kona Björns Gunnlaugssonar, kennara við Bessastaðaskóla, sem
ntestur var stærðfræðingur hérlendis á sinni tíð. Hjá þeim ólst Sesselja
UPP, fyrst í Sviðholti, en þegar skólinn var fluttur til Reykjavíkur
settist Bjöm Gunnlaugsson að með fjölskyldu sína í gamla yfirréttar-
húsinu á homi Vallarstrætis og Veltusunds, í hjarta Reykjavíkur.62
þarna við norðvesturhornið á Austurvelli bjó Sesselja enn það
61.
62.
Mimsteriaibók Garða á Álftanesi 1816—1862.
Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur. Fyrra bindi. Reykjavík 1944, síða 278. Einar
Laxness: Alfræði Menningarsjóðs - íslandssaga L-Ö, Reykjavík 1977, síða 35.
13