Saga - 1986, Side 196
194
KJARTAN ÓLAFSSON
sæla sumar, er Napóleon gerði hosur sínar grænar fyrir þeim, sem
honum leist á hér norður undir pól.63 í Þjóðólfi er frá því sagt, að
meðan Napóleon dvaldist í Reykjavík
lét hann hljóðfæraleikara sína, 12—13 að tölu, leika ýms fögur
lög um meira en klukkustund á hverju kvöldi hér á Austurvelli
og þótti öllum að því hin ágætasta og sjaldgæfasta skemmtun
er heyrðu.64
Vel má vera, að þessir fiðlarar og píparar Napóleons hafi einmitt stillt
sér upp fyrir neðan gluggann hjá Sesselju frá Sviðholti, svo sem til
marks um það, að þótt margir væru kallaðir að veisluborðunum, þa
væri hún sú útvalda.
Níu árum seinna varð Sesselja fyrri kona Bergs Thorbergs,65 síðar
landshöfðingja, en andaðist stuttu síðar, aðeins 34 ára gömul.
Hætt var við fyrirhugaða leiksýningu.
Fallhyssuskothríð og eldhnattaflug á Napóleonsdaginn
Pann 18. júlí hélt Napóleon prins frá Reykjavík til Grænlands, en
ætlaði sér að koma aftur til íslands um 11. ágúst. í Reykjavík hófust
nú ráðagerðir um það, með hvaða hætti unnt yrði að sýna hinum
tigna gesti sóma, þá er hann enn á ný stigi hér á land:
og voru þó að vísu ekki allfáir, er vildu það, og hétu að leggja
fé til þess, — t.d. samsæti, dansleikur, skemmtireið nokkur
upp til héraða um eina dagstund, eður og að koma upp leik og
bjóða til prins Napóleon og föruneyti hans og öðrum
Frökkum, sem hér eru, að sjá hann... Þá munu einstöku menn
hafa verið búnir að hugsa fyrir leik einum (nýsömdum í 1-
flokki) og jafnvel búið að fá til víst þá 2 kvenmenn, er leika
ættu, en sjá út karlmennina, og mun hafa verið hugsað til að
reyna að hafa hann fram á hinum nýja gildaskála föstudaginn
15. ágúst, á fæðingardag Napóleons keisara hins mikla.66
Þannig segist Þjóðólfi frá, en þar kemur einnig fram, að menn hafi
63. Manntal l.okt. 1855.
64. Þjóðólfur 14. ág. 1856, síða 130.
65. Páll Eggert Ólason: íslenskar œviskrár A-E, Reykjavík 1948, síða 151.
66. Þjóðólfur 14. ág. 1856, síða 130.