Saga - 1986, Page 198
196
KJARTAN ÓLAFSSON
frá Grænlandi þann 12. ágúst. Hann staldraði hér enn við í nokkra
daga og í Pjóðólfi 14. ágúst 1856 segir:
Það er nú í almæli, að prins Napóleon ætli að láta hafa hér
mikið við á morgun, eður annað kvöld, því það er fæðingar-
dagur hins mikla og víðfræga föðurbróður hans, en ógjörla
vitum vér enn sönnur á þessu eða í hverju það verði helst
fólgið, nema hvað sagt er að muni verða fallbyssuskothríð af
herskipunum og eldhnattaflug (Fyrværkerie) um kvöldið.68
Það hefur verið mikið um dýrðir í þessu 1300 manna þorpi, sem
Reykjavík þá var, sumarið 1856. Sú upphefð margvísleg kom að utan
á frönskum herskipum og vakti fljótt upp ýmsa bakþanka.
Myndir Danakonunga féllu í skuggann
Hér hefur nú um sinn verið leitast við að draga upp mynd af
heimsókn hins tigna keisarafrænda til íslands. Fáir efuðust um það þá,
að hin tigna heimsókn væri beint eða óbeint tengd viðleitni Frakka til
að tryggja sér heimild til nýlendustofnunar í Dýrafirði. Þegar skip
Napóleons sigldi inn Faxaflóann hið fyrsta sinn, voru rétt um fimm
mánuðir liðnir síðan beiðnin um Dýrafjörð var borin upp við dönsku
stjórnina með formlegum hætti.
í frásögnum Þjóðólfs af heimsókn Napóleons er lítið á Dýrafjarð-
armálið minnst, en því aftur á móti gerð skil í Pjóðólfi nokkru síðar,
haustið 1856, eins og hér hefur áður verið getið. f sendibréfum,
blaðaskrifum frá Reykjavík í dönsk blöð, svo og í erlendum blöðum,
er talað tæpitungulaust um það, sem menn töldu vaka fyrir keisara-
stjórninni í París varðandi ísland. Kennir þar ýmissa grasa.
í byrjun september 1856 birtust í danska blaðinu Fœdrelandet tvö
bréf frá Reykjavík, bæði skrifuð 15. ágúst, daginn sem Napóleon stóð
fyrir „fallbyssuskothríð og eldhnattaflugi" á Reykjavíkurhöfn. Nafna
bréfritara er ekki getið. Hið fyrra þessara tveggja bréfa birtist 2.
september 1856, en síðara bréfið 4. sama mánaðar. f báðum þessum
bréfum er varað sterklega við áformum Frakka.
í bréfinu, sem birtist 2. september, kemur fram, að fimm skip hafi
verið í flota þeim, er fylgdi Napóleoni prinsi til íslands, og að auki
68. Sama, síða 131.