Saga - 1986, Page 199
ÁFORM FRAKKA UM NÝLENDU VIÐ DÝRAFJÖRÐ 197
hafi tvö frönsk herskip dvalist við ísland sumarið 1856, annað í þrjár
vikur, en hitt í tvo og hálfan mánuð. Ekkert danskt herskip sást hins
vegar við fsland allt þetta sumar og ekki svo mikið sem einn danskur
ferðamaður, segir í bréfinu.69 Bréfritari segir allýtarlega frá dvöl
Napóleons á íslandi, og kemur þar flest heim við frásögn Pjóðólfs,
sem vitnað var til hér að framan. Um veisluna miklu, sem Trampe
hélt Napóleoni til heiðurs, segir m. a. í Fædrelandet í lauslegri þýðingu:
f stærstu stofunni í bústað stiftamtmanns blöstu við tvö stór og
glæsileg olíumálverk af franska keisaranum og keisaraynjunni.
Sýna málverkin þau bæði standandi og í nær fullri líkams-
stærð. Þessi sömu málverk höfðu áður skreytt danssalinn stóra
á herskipinu Artemise, þegar veisla var haldin þar um borð
þann 6. júlí. Heyrst hafði, að Napóleon prins hefði gefið
Trampe greifa þessi málverk, en þegar boðsgestir spurðu nú
Demas flotaforingja um þetta, þá var svar hans, að þau „hafi
verið gefin stiftamtmannsbústaðnum" og þetta endurtók hann
við marga boðsgesti. Þegar hann ræddi við mig og nokkra
fleiri, sem skilja enska tungu, sagði hann með miklum áherslu-
þunga: „They are given for the house of Government for
lceland."
Segja má, að þessi stóru og verðmætu málverk hafi í veislunni
sett sinn sterka svip á stofu greifans og það svo, að menn tóku
varla eftir málverkinu af Kristjáni VIII Danakonungi, sem fært
hafði verið úr Alþingissalnum og hengt upp á milli myndanna
af Frakkakeisara og frönsku keisaraynjunni. Enn síður bar á
myndinni af okkar núverandi konungi, Friðriki VII, en mál-
verk af honum hékk í bakgrunni andspænis inngangi.70
„En þá erfurðulegt, að danska stjórnin
skuli vilja halda Islandi"
í þessu sama bréfi frá Reykjavík, sem birtist í blaðinu Fœdrelandet 2.
September 1856, segir síðan:
Hér skortir ekki þá, sem telja sig sjá ákveðinn pólitískan
69- Fœdrelandet 2. sept. 1856, síða 842.
7°- Satna.