Saga - 1986, Page 200
198
KJARTAN ÓLAFSSON
tilgang með ferð Napóleons til íslands, og sá orðrómur hefur
fengið byr undir vængi vegna ýmissa ummæla, sem Hollend-
ingar í fylgdarliði Vilhjálms prins af Óraníu hafa látið falla. —
Napóleon prins leynir hér síður en svo nafni sínu. Hann
ferðast ekki undir dulnefninu Meudon greifi, svo sem ríkis-
stjórn vor í Kaupmannahöfn hafði tilkynnt stiftamtmanninum
yfir íslandi og boðað hafði verið í „Berlingske". Þvert á móti
kynnir prinsinn sig hér hvarvetna sem „Son Altesse Imperiale
le prince Napoléon", svo sem sjá má á heiðursmerkjum úr
gulli, silfri og bronsi (,,cuivre“), er prinsinn deilir hér út meðal
manna.
...Ymis ummæli, sem Napóleon prins hefur látið falla hér,
benda heldur ekki til þess, að hann sjái ástæðu til að dylja álit
sitt á hinni dönsku stjórn íslandsmála. Sagt er, að prinsinn hafi
spurt Trampe um tekjur Dana af íslandi og hver útgjöldin
væru á móti. Er Trampe gaf þær upplýsingar, að nettótekjurn-
ar væru liðlega 30.000 ríkisdalir á ári, en útgjöldin hins vegar
50.000 ríkisdalir, þá heyrðu menn Napóleon segja: „En þá er
furðulegt, að danska stjórnin skuli vilja halda íslandi, fyrst það
kostar hana þvílík útgjöld á hverju ári.“... Þá hefur Demas
flotaforingi ekki dregið dul á mikilvægi heimsóknar Napó-
leons. Flotaforinginn talar hér mikið um áform Frakka varð-
andi Dýrafjörð, en hann ætlar sér nú á næstunni þangað vestur
og þaðan til Kaupmannahafnar. f Danmörku hyggst Demas
tryggja Frökkum heimild stjórnvalda þar til að koma á fót
þessari fyrirhuguðu stofnun Frakka á Dýrafirði. Reyndar er
herra Demas svo tillitssamur að staðhæfa nú þegar, að danska
stjórnin muni ekki neita um þetta leyfi. í dag, 15. ágúst, er
Napóleonsdagurinn svo haldinn hátíðlegur í Reykjavík með
fallbyssuskothríð og flugeldasýningum.71
Boð um tollalœkkun sagt „sjónhverftng ein“
— Hertaka og innlimun ífranska ríkið kæmi á eftir
Síðara bréfið frá Reykjavík birtist í Fœdrelandet 4. september 1856.
Samkvæmt annarri frásögn í sama blaði var Napóleon þá kominn til
71. Sama, síða 842 og 843.