Saga - 1986, Page 202
200
KJARTAN ÓLAFSSON
athygli á strandmælingum Frakka við ísland og sagt, að í Hafnarfirði
hafi þeir skilið efiir 18 menn til að annast slíkar mælingar.74
í bréfi þessu frá Reykjavík segir enn:
Fullyrt hefur verið, að Frökkum hafi nú þegar verið gefin von
um og þeim jafnvel lofað að þeir fengju umrædda aðstöðu.
Ódlneyddir getum við þó ómögulega trúað, að danskir stjóm-
málamenn geti verið svo skammsýnir að ráðleggja konungi
þvílíkt tilræði við mikilvægustu hagsmuni okkar, án þess mál
þetta hafi fyrst verið lagt fyrir Alþingi til umfjöllunar. ...Sam-
kvæmt gildandi lögum geta franskir menn sest að á íslandi,
vilji þeir lúta hér danskri stjórn. Þeir gætu þá rekið hér verslun
og fiskveiðar gegn tveggja ríkisdala gjaldi fyrir hvert skips-
tonn, eins og hverjir aðrir danskir ríkisborgarar. En það er
ekki þetta, sem þeir vilja, heldur að seilast eftir réttindum án
þess að taka á sig skyldur. Fái Frakkar þá heimild til nýlendu-
stofnunar á íslandi, sem þeir hafa leitað eftir, þá má ætla,miðað
við reynsluna af Frökkum annars staðar, svo sem á Tahiti, að
framhaldið verði: Fyrst árekstrar, en síðan hertaka og innlim-
un í franska ríkið. Þá væri betra fyrir ísland, að Danir hrein-
lega afhentu Frökkum landið með líkum hætti og Tranquebar
og Guinea voru áður framseld. Sannarlega væri þó slíkur
pólitískur valkostur einhver sá lakasti, sem unnt er að hugsa
sér.
Árekstrar milli íslendinga og Frakka hafa nú þegar orðið. í
fyrra var Demas flotaforingi sektaður fyrir ólöglegar laxveiðar
í Faxaflóa, og í sumar urðu slagsmál milli íslendinga og
Frakka. Sagt er, að í þeim slagsmálum hafi einn Frakkanna
beðið bana.
Og vart mun Stóra-Bretland telja sér hag í því, að frönsk
flotastöð rísi á íslandi, en frá slíkri flotastöð gæti augljóslega
stafað meiri hætta en margumtalaðri innrás Rússa í Finn-
mörk.75
Til skýringar skal því skotið hér inn, að samkvæmt Salomonsens
konversations leksikon seldu Danir eignir sínar og yfirráð í Tranquebar
74. Sama.
75. Sama.