Saga - 1986, Page 209
ÍRSK KRISTNI OG NORRÆN TRÚ Á ÍSLANDI
207
01 íslands þegar um 700.4 Um hitt er ekki deilt að hundrað árum síðar
höfðu írskir munkar dvöl hér á landi. Dicuilus, írskur munkur, segir
frá því í riti frá árinu 825 að hann hafi þrjátíu árum fyrr talað við írska
Riunka er dvalist höfðu í Thule frá því í febrúar og fram í ágúst.
Lýsingin á landinu, sem Dicuilus hefur eftir þessum munkum, er svo
greinargóð að ekki er talinn leika vafi á því að þar sé átt við ísland.5
Um hitt verður ekki sagt með nokkurri vissu hve tíðförult þessir
trsku munkar gerðu sér til íslands á þessum öldum né heldur hve lengi
þeir dvöldust hér hverju sinni. Hvort hér var um samfellda dvöl að
ræða eða aðeins einstakar ferðir til landsins.
f íslendingabók og Landnámu eru fleiri frásagnir af þessum írsku
munkum. Þegar Latidnáma segir frá landnámi Ketils fíflska í Kirkjubæ
er viðbót á þessa leið: „Þar höfðu áður setið papar, og eigi máttu þar
heiðnir menn búa. “6 Merkasta heimildin um papa er þó frásögn Ara
fróða í íslendingabók: „Þá voru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn
kalla papa, en þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér
v>ð heiðna menn, og létu eftir bækur írskar og bjöllur og bagla; af því
mátti skilja, að þeir voru menn írskir.“7 Um þennan kafla hjá Ara
hefur að vonum mikið verið ritað. Orðið papa = faðir (á írsku papa,
pupu, pobba) var haft um írska einsetumenn eða munka. Bagall er
tökuorð úr írsku (bachall af lat. baculus), e.t.v. ábótastafur eða aðeins
gongustafur förumunka. Þar sem segir að hinir írsku menn hafi látið
efiir helgigripi sína, þá hafa fræðimenn ályktað annað tveggja að
arfsögnin hafi gripið til „þriggja tegunda gripa sem samkennilegir
v°ru fyrir írska klerka í vitund norrænna manna“, eða þá að hinir
trsku munkar hafi horfið á braut af svo mikilli skyndingu að þeim hafi
ekki gefist tóm til að tína saman fátæklegar föggur sínar.8
Torvelt er að álykta hve fjölmennir írskir munkar hafi verið hér á
landi fyrir landnám norrænna manna en fremur ólíklegt verður að
telJa að hér hafi verið írskar Qölskyldur um þær mundir. Enda þótt
4- Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Rvík 1968, 31 og rit sera þar er vísað til.
(Islenzk fornrit (ÍF)I).
• Björn Sigfússon: „fsland í erlendum miðaldaheimildum fyrir 1200 og hafsvæði
þess." Saga II. Rvík 1954-58, 457-8.
6- ÍFI, 324-5.
^endingabók. Jakob Benediktsson gaf út. Rvík 1968, 5. (ÍF I).
Jakob Benediktsson í ÍF 1,5 athugagrein 7 og rit sem þar er vísað til.