Saga - 1986, Page 225
HARALD GUSTAFSSON
Átthagafjötrar á íslandi?
Friðrik V undirritaði í Jægersborgarhöll 18. apríl 1761 tilskipun til stiftamt-
niannsins yfir íslandi, Otto Rantzaus greifa, þar sem kveðið er á um að
landsetum á íslandi sé heimilt að flytjast afbýlum sfnum að vild.1 Hvað kom
dl að hátignin sjálf beindi athygli sinni að búferlaflutningum íslenskra bænda?
Fyrst ber að minnast þess að ákvæði um stöðu landseta vörðuðu langflesta
fslendinga, um þetta leyti bjuggu um 95% bænda á leigujörðum.2 f íslensku
Þjóðfélagi var annars vegar fámenn forréttindastétt sem átti jarðir eða hafði
konungsjarðir að léni og hins vegar allur þorri landsmanna sem sat leigujarð-
lr- En staða leiguliðanna hefur lítt verið rannsökuð sagnfræðilega. Lítið er t.d.
vttað um hve lengi bændur bjuggu almennt á sömu jörð, hvort sonur tók
yfirleitt við leigujörð af foður sínum eða hvemig samningar voru milli
landeiganda og leiguliða að þessu leyti.
Jón Aðils skrifaði árið 1893 greinina „Fæstebondens kár pa Island i det 18.
srhundrede".3 Hann gerir þar ráð fyrir að þrátt fyrir viss ákvæði eldri laga sem
attu að tryggja lífstíðar ábúðarrétt bænda á konungsjörðum hafi á 18. öld
verið „skik og brug at bortfæste gaardene, saavel kongens som andre, dels paa
en række af aar, dels paa nogle faa aar eller blot paa et enkelt aar. Det sidste var
meget almindeligt. “4 Því miður grundvallast skoðun Jóns ekki á neinum
kerfisbundnum rannsóknum heimilda en margt bendir til þess að venja hafi
verið að semja til eins árs í senn.
Það em mörg dæmi um að landeigendur og embættismenn (oft sömu
menn) töldu að bændur flyttu allt of oft og það kæmi niður á umhirðu
Jsrðanna. HalldórJakobsson sýslumaður kvartar t.d. yfir þessum óvana í bréfi
ól Landsnefndarinnar fyrri.5 í erindisbréfi til sýslumanna í Vesturamti, sem
b Fovsamling for Island III, Köbenhavn 1854, 437 o.áfr.
Sjá t.d. Björn Lárusson, Islands jordebok under fórindustrieU tid, Skrifter utgivna av
Ekonomisk-historiska föreningen i Lund, XXXV, Lundi 1982, 38. Frá því þetta var
ntað, hefur Bragi Guðmundsson gert athyglisverða könnun á stótjarðeigendum:
Ffnamenn og eignir þeirra um 1700, Rvík 1985. (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 14).
J°n Jónsson, „Fæstebondens kár pá Island i det 18. árhundrede". Historisk Tidsskrift
6- Række, IV, 1893, 563-645.
4- Sama, 572.
Þjóðskjalasafn íslands (ÞÍ), Skjalasafn rentukammers (Rtk) 18.6, litra NN nr. 1.