Saga - 1986, Síða 226
224
HARALD GUSTAFSSON
Ólafur Stefánsson amtmaður samdi 1789, segir m.a.: „Og som Leilænding-
ernes fast aarlige Omvexling paa Jordeme ikkun geraader til Landets Fordærv
og Jordegodsets ödelæggelse, saa burde Bönderne ei tillades, uden skjellig
Aarsag, at frasige den Jord i de 3 förste Aar, som de engang have antaget."
Pað er athyglisvert að þetta ákvxði stóð í erindisbréfum sýslumanna sem
rentukammerið samþykkti þótt ekki væru til nein lög sem takmörkuðu frelsi
landeigenda og leiguliða að semja um leigutíma. Sama ákvæði var og í fyrn
erindisbréfum sýslumanna, að minnsta kosti frá 1728 og síðan.6 7 Ekki finnast
nein dæmi þess að sýslumenn hafi í reynd meinað bændum að segja upp
leigumála sem hefði og eftir 1761 brotið gegn tilskipun þeirri sem hér var i
upphafi vitnað til.
En hvað lá að baki tilskipuninni? Að baki liggur tillaga frá Magnusi
Gíslasyni amtmanni. Sem amtmaður var hann æðsti umboðsmaður konungs
á íslandi og það var skylda hans að efla á allan hátt hag landsins og konungs.
En hann hafði einnig persónulega reynslu af leigumálum; hann var að öllum
líkindum auðugasti landeigandi á íslandi á sinni tíð með um 400 ríkisdala
árstekjur af jörðum sínum.8
Magnús amtmaður skrifar rentukammeri 26. ágúst 1758 og vill vekja
athygli hinna háu herra á því hvernig9
det geraade og hensigte til Landets almindelige skade, at mængde af
Skiödeslöse Bönder over alt i Landet omstripper og flötter efter egen
behag, tidt og offte uden ald aarsag, fra een Gaard til anden, lige som
de lyster hvorved de baade Ruinerer dem Selv og Gaardene.
Amtmaður fer mörgum orðum um hvernig bændur, býli og land bíði tjon
vegna þessa óvanda. Hann telur að ekki sé hirt nægilega um tún og engi þegar
bændum vinnst ekki tími til að huga að því hvernig hvoru verður best sinnt.
Ennfremur hrörni hús þar sem bóndi segi jörð frekar lausri og flytjist burt en
hann geri við þau. (Samkvæmt lögum var það landeiganda að halda við
húsum.) Bóndinn skaðast og sjálfur þar sem fardagar eru að vori þegar hann
ætti að sinna búfé sínu og róa til fiskjar.
Nú er það svo, heldur Magnús áfram, að lögin veita bændum fullan rétt til
að segja lausum jörðum sínum en hins vegar er landeiganda bannað með
tilskipun frá 15. maí 1705 að segja upp leiguliða ef hann rækir búskapinn og
stendur skil á landskuld. Á sama hátt ætti leiguliðum að vera óheimilt að segja
upp ábúð án lögmætra ástæðna. Það er raunar vafasamt að fylgt hafi verið
6. Lovsamling for Islatid V, Köbenhavn 1855, 633.
7. Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge - iimbetsman, beslutsprocess och injlytandepd
nOO-talets Island, Stockholm Studies in History 33, Stockholm 1985, 52 o.áfr.
8. Sama, 89.
9. ÞÍ, Rtk 33.7, Islands Joumal (1J) B, fylgiskjal (fsk) 691; IJ A fsk 2943.