Saga - 1986, Page 227
ÁTTHAGAFJÖTRAR Á ÍSLANDI?
225
tilskipuninni frá 1705 og að minnsta kosti verður hún varla túlkuð svo að
landeiganda hafi verið óheimilt að segja upp landseta þegar árssamningur var
útrunninn.10
Deilur landseta og landeiganda um þetta ættu, segir amtmaður, að falla
undir úrskurð sýslumanna og hreppstjóra án áfrýjunarréttar. Með þessum
ráðstöfunum megi einnig styrkja hag konungs, segir hann, því að hvergi flytji
b*ndur jafn oft búferlum sem á konungsjörðum í Gullbringusýslu. Þar hefur
landfógeti orðið að leita til amtmanns til að fá ábúendur á allar jarðir og
Áíagnús hefur þá talið sig tilneyddan að meina bændum að flytjast af jörðum
(ekki skýrir hann frá því hvernig hann gat beitt slíkum ólögum).
En hvers vegna tekur amtmaður upp þetta mál einmitt á þessum tíma?
Hann gefur vísbendingu þegar hann í lokin skrifar að „i sær fornemmer Mand
1 disse Tider störste uleiglighed her af, da mængde Gaarder ere öde, til hvis
Besættelse den eene underkiöber den andres Bonde, og locker dem med
Áfgiffternes Forringelse. “ „I disse Tider“ er 1758, rétt eftir harðindi með hafís
°g hungursneyð.11 Fólksfækkun hefur væntanlega aukið samkeppni land-
eigenda um landseta. Björn Lárusson hefur einnig bent á lækkun á land-
skuldum og smjörleigum á þessum árum.12 Það er ekki að undra að sá sem
auðugastur var að jörðum á íslandi og helsti fulltrúi yfirstéttarinnar brygðist
bér við og reyndi að herða tök landsdrottna á landsetum.
Rentukammer sendi málið til umsagnar stiftamtmanns, eins og bar, en
súftamtmaður lagðist gegn tillögum amtmanns í svari sínu 24. október
1758.13 Hann vísar til gildandi laga sem hann telur ástæðulaust að breyta og
telur einnig að erfitt sé að skera úr um gildar eða ógildar ástæður uppsagnar.
Rentukammer boðar síðan amtmanni vafningalaust að gildandi lögum skuli
lylgt í þessum málum.14
Regar athugað er hvernig mál eru afgreidd í stjórnkerfi fyrri alda er það
alltaf fjötur um fót að yfirleitt eru aðeins opinber skjöl varðveitt. Amtmaður
er nefnilega mjög sár í svarbréfi sínu til rentukammers þar sem hann ber af sér
að hafa hugsað um eigin hagsmuni í tillögu sinni. Hér hefur greinilega
enthvað annað komið illa við hann en stutt og formlegt afsvar rentukammers-
lns; ef til vill hefur einhver í rentukammeri skrifað honum í einkabréfi hvemig
r*tt var um málin þar.
Ámtmaður sver og sárt við leggur að tillögur hans „hensigte til Landets
ú- Lovsamlingfor Island I, Köbenhavn 1854, 623 o.áfr. Sjá t.d. Harald Gustafsson, kap.
b, um hvemig ákvæði tilskipunar frá 1705 um leigukúgildi voru að engu höfð.
Saga íslendinga VI (Þorkell Jóhannesson), Reykjavík 1943, 508 o.áfr.
Björn Lárusson, 33 o.áfr.
Þf, Rtk 33.7, IJ B, fsk 691; IJ A fsk 2974.
4' sama, 10/3 1759.
15