Saga - 1986, Page 231
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
/ • •
Areið við Oxará
í síðasta hefti Sögu XXIII (1985) birtist löng ritsmíð með nafninu Öxar vid
ana’ þar sem þrír höfundar, Guðrún Ása Grímsdóttir, Helgi Þorláksson og
Sverrir Tómasson, leggjast á eitt um að rýna bók mína um Þingvelli,
Þittgvellir — staðir og leiðir, sem Menningarsjóður gaf út haustið 1984. Þar sem
hvorttveggja er, að öll umræða um Þingvelli ætti að vera gagnleg, og að
ntgerð þessi knýr mig til andsvara, leyfi ég mér að biðja ritstjórnina um rúm
Þl eftirfarandi varnar og andmæla.
Inngangur
Það er eðli flestra dýra að helga sér yíirráðablett og bregðast hið versta við ef
n°kkur óviðkomandi nálgast hann. Fyrir kemur þó, t.d. með hundum, að
þe'r rjúki upp með firna gelti, en lúskist svo upp á þekjuna aftur, heldur
sneypulegir, þegar þeir verða þess varir að hafa gelt að vitlausum manni. í
síðasta árgangi rits þessa ruku þannig upp tveir sagnfræðingar og bókmennta-
fræðingur að auki og hófu upp hávært gá út af leiðarbók sem ég hafði sett
saman um þjóðgarðinn á Þingvöllum og út kom haustið 1984. Þetta atavíska
Verndareðli var sem sagt ekki úr þeim stolið. Hvað vildi leikmaður vera að
ryðjast inn á þeirra stikaða blett? Svo mikill var móðurinn, að þeir hlupu ekki
einasta upp þrír saman, heldur brynjuðu sig í burur og bússur og héldu á
Vettvang, með bók þessa í höndum og skiptu með sér, eins og dyggir smalar,
að reka úr landinu. En þá rennur það upp fyrir þeim, að þeir eru að siga að
v>tlausum manni— og vitlausri bók — því þar er alls ekki fjallað um sögu,
hcldur „staði og leiðir" á Þingvöllum, sem er enda undirtitill bókarinnar. En í
stað þess að hringa sig aftur á þekjunni, var nú þegar í of mikið lagt, svo
eitthvað varð það að heita. En hvað? Reynið að láta ykkur detta eitthvað í
ug! Og hér kemur rjóminn af hugmyndunum.
Almenn gagnrýni
1.
2.
son.
..Björn Th. Björnsson rekur ekki sögu sjálfstæðisbaráttunnar". (232)
»Hann vitnar mun sparlegar í kvæði þjóðskálda en nafni hans Þorsteins-
(232) Orðið „sparlega" er hér full sparlegt, því ég vitna ekki í nein slík.