Saga - 1986, Page 232
230
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
Það er hvorki í stíl mínum, né neinar nauðir á að fara að romsa þar inn, rétt
einu sinni enn, þeim Jónasi, Einari Ben. eða Jakobi Smára.
3. Bókin kostar 24 vinnustundir „á dagvinnutaxta Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, svonefndum 14. taxta, sem varkr. 82.18 í desember 1984.“ (226)
4. Höfundur er „furðufáorður um „íslandsklukkuna" þótt henni séu tengd
mikil söguefni". (258)
5. Ekki er að finna neinar upplýsingar um hvað „efnið heitir sem bókin er
klaedd og mun „bókamönnum" þykja þetta miður. “ (259)
6. Þá er það „ekki tilætlunarsemi að krefjast þess“ að höfundur „skýri hvers
vegna hann [þ.e. staðurinn Þingvellir] varð helgur staður í hugum flestra
íslenskra manna". (233) Vitneskjan um það er sem sé alveg á huldu!
7. Þá er talað um gamlar myndir og teikningar frá Þingvöllum, „en allt slíkt
gamalt efni vantar í bók Björns Th. Björnssonar". (229) Bókin er ætluð sem
leiðarbók um staðinn eins og hann nú er, gestum og gangandi til glöggvunar.
Því kom aldrei til greina að skreyta hana einhverju allt öðru en þar er að sjá.
8. Þá er kvartað undan því að myndirnar í bókinni séu teknar í góðviðri, sem
bendi til „að alltaf sé sumar og sól á Þingvöllum". (229) Satt er það, að það er
ferðabókakækur, og ekki aðeins íslenzkur, að ljósmynda staði í góðu veðn
fremur en slæmu. Til afbötunar má þó segja, að fólk velur sér fremur
sumartíma og góðviðrisdaga til útivistar en illa veðráttu, og eins finnst
ljósmyndurum þeir ná skilabetri myndum við góða birtu. Því ætla ég ekki að
biðjast sérstakrar afsökunar á þessu háttalagi fólks.
9. Þá vantar mjög upp á „að höfundur skýri hví Þingvellir eru mikill
sögustaður". (260) Er sagnfræðin virkilega ekki búin að finna út úr því ennþá?
10. „Örnefni eru feitletruð þegar þeim eru gerð sérstök skil en að því finnst
okkur enginn fegurðarauki." (258) Um þetta er ég þeim sammála; vildi sjálfur
fremur hafa grannt skáletur, en hönnuður og útgáfa töldu hitt auðvelda þeim
sem vildu fletta upp á ákveðnum stað. En að sjálfsögðu er það til eftirbreytm
þegar þrír lærðir fræðimenn komast að svo gagnmerkri og sameiginlegn
niðurstöðu um eina bók.
Um einstök efnisatriði
Á tveim eða þrem stöðum er að því vikið í ritsmíð þeirra þremenninga, að
„lykilinn" að „hugarheimi íslenskra þjóðvina á 19. öld er að finna í skrifum
Fjölnismanna" (233), og að það hafi ekki verið fyrr en „eftir dag Baldvins
Einarssonar og Fjölnismanna" að „Þingvöllur við Öxará [varð] helgistaður ■
(230) Þetta er ekki nema að nokkru leyti rétt. Alllöngu áður, eða veturinn
1816—17, setti Finnur Magnússon saman rit handa Fornleifanefndinni og
bendir þar á rómantískt myndríki Þingvalla og nauðsyn þess að merkja og
vernda sögustaðina þar. „Det Sted ved Thingvalle og Floden Öxaraa, hvor