Saga - 1986, Qupperneq 233
ÁREIÐ VIÐ ÖXARÁ
231
Landets almindelige Ting blev holdt... er særdeeles mærkværdigt i Historien.
~ Formedelst dets besynderlige og maleriske Beliggehned har det ogsaa
Tillokkelser for fremmede Reisende." (Frásögur um fomaldarleifar, bls. 620)
Vill Finnur reisa þar minnismark, áletrun klappaða í stein eða hlaðinn varða,
..hvis Fredning da tillige maatte paabydes".
Það mun öllum ljóst sem eitthvað hafa athugað um Þingvelli, að naumast
er þar til sá staður, að ekki séu einhver áhöld um rétta nafngift eða legu. Það
er því einn aðalvandi höfundar um staði og leiðir á Þingvöllum að staðreyna
eftir fremsta megni þær upplýsingar sem til eru. Fyrir því vil ég, áður en
lengra er farið, mótmæla þeim furðulega óheiðarleika, er ég er (252) sakaður
Urn að hafa ekki alltaf sótt örnefni „til hinna staðkunnugustu manna“. Hverjir
®ttu að vera staðkunnugri í Þingvallasveit en Þingvellingar sjálfir, þeir sem
þar eru upp aldir, sem þar hafa búið, sem þegið hafa fróðleik frá feðrum
sinum og öfum og þekkja flestir af ótal ferðum sínum um landið hverja þúst
°g þúfu? í eftirmála bókarinnar eru taldir upp helztu heimildarmennirnir
Þeirra á meðal, örnefnaskrá Ásgeirs frá Hrauntúni, bræðurnir Kristján og
Pétur J. Jóhannssynir frá Skógarkoti, Pétur Símonarson frá Vatnskoti og
°rnefnaskrá Helgu systur hans, Guðbjörn Einarsson fyrrum bóndi á Kára-
stöðum, Brúsastaðamenn, þjóðgarðsverðirnir séra Eiríkur og séra Heimir, en
fimm þessara manna lásu bókina í handriti, gerðu athugasemdir sínar, sem ég
bar síðan saman við aðra og tók til greina þegar lítill sem enginn vafi virtist
'engur á. Sé þetta ekki að „sækja til staðkunnugustu manna", þá eru þau orð
Guðrúnar Ásu mér hebreska.
Þá vil ég bera af mér þá ómaklegu ásökun, að ég fari rangt með orð
íslenditigabókar um það, hvernig landið í Bláskógum varð allsheijarfé. í
uPphafi kaflans um Bláskóga er frásögn Ara fróða tilfærð orðrétt (bls. 137), en
a öðrum stað dreg ég þá ályktun af þeim orðum, að maður sá „er land átti í
Bláskógum“ hafi sjálfur búið þar, enda harla ólíklegt að Ari hefði ekki nafn á
sl>kum stórbónda sem annarstaðar bjó, en átti þó allt þetta land. Um þetta, og
það að hann hafi drepið þræl sinn eða leysing, tek ég mér svipað ályktun-
arleyfi 0g Sigurður Nordal telur eðlilegt þegar hann ræðir um íslendingabók
Ara:
Má því ætla að honum hafi verið margt óljóst um þá (þ.e. atburðina
um stofnun þjóðveldis og setningu alþingis), enda er frásögn hans
bæði fáorð og ófullkomin. Um það efni er litlu öðru til að tjalda en lesa
það út úr orðum hans, sem í þeim virðist fólgið, og draga af því svo
sennilegar dlyktanir sem kostur er d. (Sigurður Nordal: íslenzk menning,
bls. 108; auðkennt hér B.Th.B.)