Saga - 1986, Page 236
234
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
Helgaþáttur Porlákssonar
Svo sem áður er sagt, skiptu þremenningarnir með sér stöðum og efni í
áreiðinni, og féll í hlut Helga að leita um dældir og hóla í sjálfu Þinginu. Skal
nú svarað þeim atriðum þar sem hann hefur uppi ágreining um það sem ég
skrifaði í umræddri bók.
Sólarbirta í augurn. Á grundvelli þeirra teikninga sem til eru af lögréttunni
yngri og skipun manna þar, held ég því fram að „sakamenn og málsflytjendur
hafi verið í vestari hluta hringsins, gegnt höfuðsmanni og lögmönnum, og
hafi því snúið móti austri, enda sneru menn andliti í þá átt er þeir sóru eiða“.
(Þingv. bls. 32) Slíkt virðist hafa verið bæði heiðin og kristin venja. Formfesta
um opinberar athafnir var fyrri mönnum einskonar samsvörun við æðri rök
tilverunnar, og held ég að það sé lykill að mörgu í miðaldafræðum sem enn er
mönnum lokað. En þótt Helgi Þorláksson sé nýbúinn að telja það nánast
fölsun að ljósmynda í sólskini á Þingvöllum, er nú skýring hans helzt sú, að
lögmenn hafi etv. „hagað þessu svona til að forðast of mikla sólarbirtu i
augum?“ (239) Ætli fólk í kirkjum snúi þá ekki líka í austur til þess að fá ekki
dyratrekkinn framan í sig?
„Þetta er ótcekt“\ Það sem er svona „ótækt“ í munni Helga er það, að ekki skuli
rakin deila þeirra séra Guðmundar Einarssonar og Matthíasar Þórðarsonar
um lögréttuhugmynd Guðmundar, en hann vildi finna lögréttu hinni fornu
stað við Flosagjá, milli hemiar og Brennugjár (Árbók fornl.fél. 1941—42), því þar
sæi fyrir mannvirki. Þessi hugmynd séra Guðmundar er meðal annars fráleit
af því, að til þessa staðar náði Öxará aldrei og gat því ekki gert lögréttustaðinn
að hólma í ánni, svo sem óumdeilanlega varð. Matthías hrakti þessa hugmynd
enda rækilega. Ef það er svo ótækt að eltast ekki við vitleysurnar, þá hlýtur
það að vera jafn „ótækt" að gera ekki grein fyrir lögbergshugmynd Benedikts
frá Hofteigi, lögréttuhugmynd Guðmundar Davíðssonar eða legíó annarra
slíkra. Til slíkrar þrætuskýrslu var þessi litla leiðarbók aldrei ætluð né skrifuð.
„Úr lausu lofti gripnar". Ég held því fram í Þingvallabók (bls. 44) að æ fleira
sakafólki hafi verið „dröslað" til alþingis eftir 1737, en það ár (18. janúar) gaf
Kristján VI út tilskipun eða „fororðningu" til ítrekunar Stóradóms, og skyldi
samkvæmt henni hver maður hafa „lífið forbrotið" sem hefði holdleg mök
við einhvern af 17 skyldu- eða venzlaaðilum sínum. Var þar, svo sem í hinum
gamla Stóradómi, sem settur var nær 200 árum áður, æði langt til seilzt, svo
sem til karlmanns „með eftirlátinni ekkju síns stjúp-sonar“ eða kvenmanns
„með eftirlátnum ekkju—manni sinnar stjúp-dóttur". (Alþingisb. 1741—50,