Saga - 1986, Síða 237
ÁREIÐ VIÐ ÖXARÁ
235
bls. 504—7) Ástæða þessarar tilskipunar er auðsæ: Henni var ætlað að skerpa
refsivitund og refsifýsi dómsvaldsins, sem og varð með þeirri ógnarlegu
tefsiöldu sem yfir gekk á tveim næstu áratugum á eftir og ég hef að nokkru
rakið í bók minni, Haustskipum. Því má svo bæta hér við, að þótt tilskipun
þessi væri sett „ofan á Stóradóm", fékk hún sjálfstætt lagagildi eftir að hafa
verið birt á alþingi. Með þeirri fjölgun fanga sem nú voru fluttir til Þingvalla
var nauðsynlegt að hafa eitthvað traustara þeim til hýsingar en tjaldgopa einn,
°g því „taka nú búðir að rísa upp að nýju“. Svar sagnfræðingsins Helga
Þorlákssonar við þessu er svolátandi: „Skýring höfundar d Jjölgun búða og
úmasetningar um þetta virðast vera úr lausu lofti gripnar." (243)
nTekist hrapallega". Það sem svona „hrapallega" tókst til hjá mér er skoðun
á „Álnasteininum" framan við Þingvallakirkju. Einhvernveginn finnst
mer að menn ættu ekki að gerast svo stórorðir um réttyrði annarra, en fara
svo sjálfir með tómt rugl. Ég held því fram (Þingv. bls. 114) að steinn þessi
8egnt kirkjudyrunum „hafi sannanlega staðið þar í tvær aldir að minnsta
kosti“ og að rákimar á honum, „í nákvæmri röð og samsíða", séu líklegar
nianna- en náttúruverk. „Við þetta“, segir Helgi (244), „verður að gera þá
athugasemd helsta að höfundur fer steinavillt, steinn sá sem Teilmann lýsir er
horfinn fyrir löngu. “ f næstu setningu hefur hann það eftir Kalund, að steinn
þessi hafi verið „settur fram fyrir kirkjuna árið 1859“.
Ég fer hvorki steinavillt, né var steinninn settur þar 1859. í fornleifaskýrslu
sera Páls Þorlákssonar, sem varð prestur á Þingvöllum árið 1780, segir hann
þann 8. ágúst 1817:
Alexíus er var ábóti í Viðey, en síðan fyrsti prestur hér á Þingvöllum
eftir siðaskiptin, segja menn að fært hafi einhverstaðar að tvo steina
sem hér eru sinn í hverjum kirkjukampi og þriðja, er andspænis
stendur kirkjudyrum, af hveijum sá í norðurkampinum er við 2 al. á
hæð og ærið þykkur, en hinir 2 1/4 al. háir, og er sá í suðurkampinum
þeirra stærstur og af þyngsta grjóti; er það mælt, að á honum og þeim er
gegnt stendur dyrunum sé álnamál gamalt. (Frásögur um fornaldarleifar, bls.
220—21; auðkennt hér B.Th.B.)
Nú mætti kannski hugsa sér þau ólíkindi að einhver hefði, og þá árið 1859,
far>ð að taka burtu steininn „gegnt kyrkjudyrum" og flytja þann úr suður-
fanrpinum í hans stað. En það gerðist ekki. Charles Teilmann var staddur á
^'ngvöllum hjá séra Páli þann 3. júlí 1820 og teiknaði mynd af steininum með
þeim rákum sem á honum eru. Er ekki í neinar grafgötur að fara um það, að
þJð er sami steinninn sem þar stendur enn. Á blaði sem liggur með teikningu
ans (og öðrum myndum, í Lbs. 268 fol. IV) stendur þetta: „Dette er det
^landske Alenmaal ved Thingvalla Kirke. Stenen er Islandsk lava, 2 Alen
ðanske i höjden... Stregerne paa Stenen, som ellers ingen Betydning til-