Saga - 1986, Qupperneq 238
236
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
lægges, synes at være frembragt ved Kunst eller indhuggede." (Auðkennt hér
B.Th.B.) Þetta er að vísu mótsögn í sjálfri sér, því séu rákirnar „indhuggede",
hafa þær ekki verið höggnar að ástæðulausu.
Á „steinavillu" þessari lýkur Helgaþætti í ritsmíðinni, og tekur þar Guð-
rúnarþáttur Ásu við.
Guðrúnargeta Ásu
Ekki verður um upphaf þeirrar vegferðar sagt, að henni hái nein sannleiks-
glýja í augum. Varla er hún búin að setja saman þrjár línur þegar hún vænir
mig um það, sem ég kannast ekki við, að ég „gefi kennileitum nöfn sem
jafnvel áttu engin áður“. (246) Þetta er mjög alvarleg ásökun og ekki
fræðimanni sæmandi að kasta slíku framan í nokkurn mann án minnstu raka.
Um bálköst. Þrátt fyrir „rækilega vettvangskönnun" að „tOvísan verksins
leggst Guðrúnu Ásu svo fátt til, að smáþægni hennar verður hreinlega
brosleg. Vegna aðstæðna á Þingvöllum get ég þess til (Þingv. bls. 54) að ekki
hafi þar, svo sem erlendis var siður, dauðamaður verið bundinn við staur og
viðarköstum hlaðið undir hann og um kring, heldur „þykir mér líklegra að
brennt hafi verið á kesti, sem dauðamaður var lagður á bundinn, en til slíks
eru dæmi á norðlægari slóðum í Skandinavíu." „Þetta“, segir Guðrún Ása,
„er hæpin tilgáta. “ (246) Hinsvegar finnst henni ekkert hæpið í þeim orðum
Páls Sigurðssonar (Brot úr réttarsögu, bls. 59), þegar hann gerir ráð fyrir hinu
sama, að menn hafi annaðhvort verið bundnir kirfilega við staur, eða þá „w
þeir hafa legið eða setið ofan á bálkestinum, tryggilega reyrðir niður“. (Auðkennt her
B.Th.B.) Rétt er, að um þetta eru engar hérlendar heimildir, og verður um
það sem margt annað að leiða af mestum líkum. Það var dagsverk manns og
hests, efekki mörg, að flytja slíkan stólpa til Þingvalla, sem hægt væri að reka
tryggilega niður í jörð og binda mann við í báli, auk þess sem nýrifið hrís er
ekki sá bráði eldsmatur að slík aðferð væri hér líkleg.
Um gálga. Þótt aðfinnslan hér á undan sé nógu mösulbeina, þá gengur sú um
gálgann hreinlega á krukkum. Ég held því fram, og styðst þar við allar
heimildir sem til eru frá Þingvöllum, að gálgatréð hafi verið lagt milli kletta.
„Þótt gálgar væru erlendis reistir af trjám, og oft með kringlóttri, uppmúraðri
undirstöðu, varð það brátt íslenzk venja að velja klettasprungu eða þröngt gh
og leggja gálgatréð þar yfir.“ (Þingv. bls. 56) „Ekki er hægt að sjá“, segir
Guðrún Ása, „hvaðan höfundi kemur heimild fyrir þessari fullyrðingu." (247)
Og nú skal langt eftir litlu seilzt, ekkert skemmra en í Grettis sögu, þar sem
Vestfirðingar ætluðu að hengja kappann „og reistu gálga þar þegar í skógm-
um“. Þó nú ekki, að menn í skógi færu að leita eftir gjám og giljum! Ne