Saga - 1986, Qupperneq 239
ÁREIÐ VIÐ ÖXARÁ
237
heldur í rekaplássum, þar sem meira var af staurum en hentugum glufum. En
þar sem Guðrúnu Ásu er svo gjarnt að vitna í réttarsögu Páls Sigurðssonar, þá
fnastti mér etv. leyfast hið sama. Um þetta efni segir hann hið sama og ég:
Gálginn hefur þá verið þannig, að rekatré, sæmilega sterkt og alllangt,
hefur verið lagt mili tveggja kletta... Allt bendir til þess, að íslenzkir
gálgar hafi almennt verið af þessari einfóldu gerð. Benda örnefni eins og
Gálgagjá, Gálgagil og Gálgaklettar, til, að þessi umbúnaður hafi
almennt tíðkazt. (Brot úr réttarsögu, bls. 30; auðkennt hér B.Th.B.)
Quod licet jovi...
Gálgaklettar við Langastíg. Það má kalla einstæða og hugkvæma röksemd gegn
sogustað, að erfitt sé að ljósmynda hann. „ Virðist sú mynd (þ.e. af Gálgaklett-
urn) tekin út frá því sjónarhorni að ná samhliða klettabrúnunum, en þegar
komið er á þessa staði reynist torvelt að finna þessi sjónarhorn, nema standa
uPpi á steini." (250) Möo.: Staðurinn er „no good“ af því hann er ekki
»fótógen“! Ekki hefur nú framsýninni verið fyrir að fara hjá þeim gömlu.
Um kletta þessa er hinsvegar litlum vafa til að dreifa. Páll Þorláksson, sem
þá hafði þjónað Þingvöllum á annan áratug, sonur Þorláks frá Selárdal, sem
Var nær árlega á þingi öll sín manndómsár, fer um þessar slóðir með Sveini
Pálssyni í júlí 1793 að sýna honum minjar þinghaldsins og aftökustaði. Um
þcnnan stað skrifar Sveinn (í íslenzkri þýðingu): „Skammt fyrir vestan
Snókagjá, fast við einstigi það upp úr Almannagjá er Langistígur nefnist, sést
staðurinn þar sem þjófar voru hengdir í fyrri tíð. Var þá lagt tré milli tveggja
samhliða kletta, sem eru hálfur annar faðmur á hæð.“ Hér hagar svo til sem
hann segir, að rétt ofanvert við þar sem Langistígur byrjar, þe. innst og
Vestast í Stekkjargjá, eru tveir samsíða og jafnháir klettar, ámóta þessari hæð,
en engir aðrir slíkir á þeim slóðum. Auk þess er það rangt, að „standa þurfi
uPpi á steini" til þess að sjá þá; það þarf ekki annað en ganga að þeim.
^ondur ruglingur. Af natni sinni tekst Guðrúnu Ásu þó að hafa mig undir um
eitt atriði, enda finnst henni nú hagur sinn heldur betur vænkast: „Ruglar
höfundur frásögn þessari, segir að Lassi væri af Barðaströnd, en hann var úr
Borðastrandarsýslu." (247; auðkennt hér B.Th.B.) Hér lágum við nú heldur
hetur í því, bæði ég og Árni Böðvarsson, en í orðabók Menningarsjóðs segir
*lann: »Barðstrendingur, maður á eða frá Barðaströnd; maður í eða úr
P-irðastrandarsýslu.“ Með litlu skal lítið drýgja, segir máltækið.
dli Espólín. Um þá vísindalegu hrösun mína, að vitna stundum í Árbækur
^sPólíns, þá fer mér sjálfsagt eins og öðrum leiðsögumönnum, að þeir grípa
®arnan til góðrar sögu er þeir lýsa stöðum, meira að segja til þjóðsagna og
8°tt ef ekki draugasagna, þótt ekki verði beinlínis sannaðar í skýrslum. Ég