Saga - 1986, Page 241
ÁREIÐ VIÐ ÖXARÁ
239
4- mynd. Gálgaklettar við Langastíg, innst í Stekkjargjá. Klettamir tueir i
f°rgrunni, sem báðir em jafn háir og með allnokkru hafi á milli, eru tnjög ámóta þeirri
hœð sem Sveinn Pálsson greinir frá: „ Var þá lagt tré milli tveggja samhliða kletta,
sem eru hálfur annar faðmur á hœð. “ Þeir eru og, svo sem hann segir enn, ,fast við
etnstigi það upp úr Almannagjá er Langistígur nefnist". Haftð milli klettanna er
aðeins meira en hxð þeirra, svo að "2 hefðugetað dítiglað í einu", svo sem séra Einar
Einarsen segir í lýsingu sinni.
Kristjáns Jóhannssonar (sem ég hef ljósritaða í handriti), en Kristján er fæddur
°g upp alinn í Skógarkoti, en bjó síðar á Gjábakka, svo fáum fannst mér ég
betur geta treyst. Kristján segir bæði og skrifar margsinnis og greinilega
Rauðshóll, og hlítti ég því. Er því heldur klén góðvildin í þeirri ásökun, að ég
ekki „leitað til staðkunnugustu manna“. Þótt Björn Þorsteinsson noti
Sarna nafn og ég, Rauðshól, er hann auðvitað helgur sinna heimilda.
Raftviðarhlíð. í bók minni kalla ég hæðadrög norður af Hrafnagjá Raftviðarhlíð,
en Guðrún Ása vill hafa á þeim nafnið Raftahlíð. Enn köllum við Kolviðarhól
Kolviðarhól, en ekki Kolahól, þótt einhver kunni að hafa borið sér það ónefni
1 ntunn. „Engin ábending er um að sú nafngift (þ.e. Raftviðarhlíð) sé réttari",
Seg!r hún. (253) Auðvitað er Þorvaldur Thoroddsen sami ómerkingurinn í
augum hennar og Jón Espólín, en í Lýsingu íslands segir hann: „Þéttastur og
fiegurstur er skógurinn austast, í hlíðinni vestan við Hrafnagjá, og er hún
nefnd Raftviðarhltð..." Enda þótt við létum Þorvald liggja milli hluta, sem
efitr þó þegið nafnvenjuna frá Þingvallamönnum, þá er nafnið Raftviðarhlíð