Saga - 1986, Page 242
240
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
fast í munni þeirra Skógarkotsmanna, sem öðrum fremur nytjuðu það pláss.
Því er nafnið Raftviðarhlíð margnefnt í örnefnaskrá Kristjáns Jóhannssonar,
svo sem: „Um Mosalág og Bruna lá gata, fjárgata,/ra' Skógarkoti og alla leið inn
i Raftuiðarhlíð. Meðan fært var frá, var oft verið með kvíaxmar inni við hlíð. “
(Svar við 9. spurningu Ömefnastofnunar um Þingvallahraun; auðkennt hér
B.Th.B.) Þetta er möo. „engin ábcnding"!
Gaphœðir. Um þetta ömefni vill Guðrún Ása fara eftir ömefnaskrá Ásgeirs fra
Hrauntúni, sem samdi hana þó áratugum eftir að hann fluttist á brott, og hafa
nafnið Gapahceðir. Kristján frá Skógarkoti kallar hæðimar Gaphæðir og gjána
Gaphæðagjá, bæði munnlega og skriflega í örnefnaskrá sinni, og hið sama
gerir Pétur bróðir hans í Sunnlenskum byggðum III, bls. 224. „Vonandi", scgir
Guðrún Ása, „læra gestir þjóðgarðsins að nefna hólinn Gapa og hæðir hans
eins og Hrauntúnsmenn gerðu“, þe. Gapahæðir. Að sjálfsögðu er lærifaðir
hennar, Björn Þorsteinsson, stikkfrí um þetta sem annað, er hann hefur sama
nafn og ég.
Það þarf engan málfræðing til þess að kannast við slíkan samdrátt sem her
hefur orðið; dæmin blasa hvarvetna við: Fjallvegur heitir Dragi (Geldinga-
dragi), en samt heitir bærinn undir honum ekki Dragaháls, heldur Dragháls.
Hóllinn heitir Gapi, hæðimar Gaphæðir og gjáin Gaphæðagjá.
Fíflauellir — Fífilsuellir. Það er orðið anzi vandlifað undir hrísi Guðrúnar Ásu
þegar hvorki má notfæra sér heimildir Espólíns, Þorvaldar Thoroddsens,
Árna sjálfs Magnússonar, né heldur gagnkunnugra innansveitarmanna, svo
sem Bjöms Pálssonar, sem var barnfæddur á Þingvöllum og hafði þjónað þvl
brauði eftir föður sinn á annan áratug þegar hann skrifaði staðháttalýsingu
sína árið 1840. Hvert, er mér spurn, má leita?
Eftir Jarðabók Árna og Páls og sóknarlýsingu Björns á Þingvöllum tek eg
nafnið Fíflauelli um þjóðsagnalegan bæ fyrir norðan Skjaldbreið, en hef þ°
líka, og einnig feitletrað, nafnið Fíftlsuelli eftir Ármannssögu Halldórs Jakobs-
sonar. (Hvorttv. á bls. 182) En allt er þetta einskisvert, því Grímsnesingar
sem þangað sækja fé kalla þennan ímyndaða bæjarstað Fífilvelli, —svo valete!
Ámi Magnússon (sem skrifað hefur nafnið með eigin hendi), Björn Pálsson
og núlifandi Þingvallamenn.
Þórhallastaðir. Það er svo sem ekki nema í samræmi við annað hjartalag í grein
þessari þegar Guðrún Ása snýr ekki aðeins sannleikanum á haus, heldur
verður ber að vísvitandi fölsun. Á bls. 254 í Sögugreininni segir hún.
Höfundur „leiðir hjá sér óljósa meiningu heimildarmanna Jarðabókar þeirra
Áma og Páls um að Þórallastaðir [svo] sé eldra heiti á Skógarkoti.“ (Auðkennt
hér B.Th.B.) Á bls. 148 í Þingvallabók segi ég: „Síðast var búið á Þórhalla-