Saga - 1986, Síða 244
242
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
ástarorðum /allra hinna gauzku kvenna“. Par sem ég ræði um Grímastaði og
Hörð Hólmverjakappa, sem þar óx úr grasi, nefni ég „kvæðið um Hörð og
Helgu hina fögru“. „Vonandi", segir Guðrún í ljóðleysi sínu, „leiðrétta þeir
[þ.e. gestir á þeim stað] með sjálfum sér þann misskilning höfundar að Helga
kona Harðar Grímkelssonar hafi haft hin fagra að viðurnefni... það var önnur
kona í annarri sögu.“ (255; auðkennt hér B.Th.B.) Með þessari broslegu
vendingu læt ég Guðrúnargetu Ásu lokið, nema um eitt atriði sem að fullu er
vert að ræða.
Bláskógar. í Sögugreininni, á bls. 255—56, segir Guðrún Ása: „Enn má þykja
aðfinnsluvert hvernig höfundur finnur ömefninu Bláskógar stað í bók sinni. -
Höfundur vill þrengja að örnefninu Bláskógar, halda því innan marka sigdais-
ins í núverandi þjóðgarði." Þetta með „núverandi þjóðgarð“ er beint skrök,
því í bók minni, bls. 137, segi ég: „Gild rök eru til að ætla að Þingvallaskógur
og Þingvallahraun heiti upphaflegu nafni Bláskógar." Þar er hvergi talað um
neinn þjóðgarð eða þjóðgarðsmörk. Og enn segi ég (á sömu bls.): „Öldum
saman hélzt nafngift sú á afréttinum norður og vestur af Þingvöllum, kallaður
Bláskógaheiði. Á íslandskorti Bjöms Gunnlaugssonar frá 1844 er það nafn
enn við lýði.“
Þar sem hér er um að ræða talsverðan málskjarna, er rétt að athuga vel hvað
sé svo aðfinnsluvert í þessari skilgreiningu. í íslendingabók segir að maður sa
sem land átti í Bláskógum hafi verið sviptur því vegna morðs á þræli eða
leysing. „Land það varð síðan allsherjarfé; en það lögðu landsmenn til alþingis
neyzlu.“ Því er það alls óþarft af Guðrúnu að taka upp þann misskilning
Kálunds, að „nafnið Bláskógar sé notað um allt kjarrivaxna hraunsvæðið
umhverfis Þingvallavatn að norðan, vestan og sunnan“. (256; auðkennt her
B.Th.B.) Ofanverður Grafningur, Hagavíkurhraun, Nesjalönd eða Svínahlíð
voru aldrei í neinum heimildum notuð til neyzlu manna á alþingi. í íslenzkrt
menningu segir Sigurður Nordal (bls. 144): „Landið milli Almannagjár og
Hrafnagjár, sem enn er víða kjarri vaxið, hét áður Bláskógar", en bætir síðan
við, og innan sviga: („sums staðar er nafnið samt haft um allt landið kringum
Þingvallavatn.")
Hér á því, skv. Guðrúnu Ásu, undantekningin, ef ekki misskilningurinn,
að víkja mestu líkindum og beztu heimildum til hliðar.
Niðurlag
í því langa máli þeirra þremenninganna sem hér hefur verið stiklað á, ser
fjarskalega lítið fyrir „hugmyndafræðilegu mati“ Sverris Tómassonar, fra111
yfir þá spumingu, hvort „Þingvellir [séu] helgur staður í huga þjóðarinnar
(225), enda er ekki frekara glímt við þá frumlegu getraun. Hinsvegar h't eg