Saga - 1986, Blaðsíða 262
260
RITFREGNIR
embættisskyldu presta var það ekki gert fyrr en 1830.9 Eins er mishermt hja
höfundi að svo virðist sem aðrir en prestarnir sjálfir hafi ekki bólusett fram
eftir öldinni: áðurnefnd ákvæði frá 1821 gerðu þó ráð fyrir því að „hæderlige
Mænd af Bondestanden..." gætu lært til þess og heimildir eru fyrir því að
slíkir menn hafi raunverulega bólusett í einhverjum mæli.10
Skekkjur eins og þær sem getur að ofan eru vissulega smámunir en til lýta
þó. Meira kann að þykja vert um hitt að staðreyndir séu túlkaðar af
gaumgæfni og við túlkun sé beitt þeirri vitneskju sem áreiðanlegasta má telja-
í kaflanum bregður fyrir dæmum um að höfundur hafi ekki gætt þessa sem
skyldi. Viðvíkjandi húsvitjunum getur Pétur þess réttilega að prestum hafi
verið skylt að lögum að húsvitja a.m.k. tvisvar sinnum á ári (s. 53); en hms
lætur hann ógetið að á 19. öld munu flestir sóknarprestar hafa látið sitja við
eina húsvitjun árlega ef dæma má eftir húsvitjunarbókum og einstökum
frásögnum.11 Til þess að meta gildi þessa ákvæðis hefði m.ö.o. þurft að gera
greinarmun á lagabókstaf og framkvæmd.
Þetta reynir höfundur aftur á móti að gera þar sem ræðir um hversu prestar
hafi framfylgt því lagaákvæði frá 18. öld að yfirheyra skyldi ungdóminn 3
kirkjugólfi í viðurvist safnaðarins.12 Telur hann að þessar yfirheyrslur haf'
aldrei verið haldnar reglulega hér á landi. (It appears, however, that they were
never held there on a regular basis in Iceland... Furthermore, to the exten'
that it was carried out, the practice in Iceland was limited to the Lent period-
It became less frequent towards the latter half of the 19th century and '■vaS
nearly abandoned by the turn of the century. “ ( 54.) Þótt höfundur styðj1
þessa ályktun sína með tilvísun í þrjá heimildarmenn, orkar hún mjog
tvímælis, vægast sagt, nema því aðeins að lagður sé þeim mun strangarl
skilningur í orðalagið „on a regular basis.“ Það er rétt hjá Pétri að los komst a
framkvæmd umrædds ákvæðis þegar líða tók á 19. öld: yfirheyrslur tak
mörkuðust mest við langafostuna og farið var að sleppa „börnum v1^
yfirheyrslu eftir að þau voru fermd. Um þetta vitna heimildarmenn höfundari
þeir Jón Pétursson háyfirdómari, Hjörleifur Einarsson prófastur í Húnavatns
9. Lovsamling for Island 8 (1858), 267; 9 (1860), 494. - Um það hvort tilkynning
kansellísins frá 19. nóv. 1811 um skráningu bólusetninga hefði lagagildi á íslandi va
deilt fram eftir þriðja tug aldarinnar, sjá Lovs.for Isl. (1857), 403.
10. Lovs.for Isl. 8 (1858), 267; Pjskjs. KA-93 (1821), 18/7; Eyjólfur Guðmundsson-
Lengi man til lítilla stunda (Rv. 1948), 28—29.
11. Varðandi síðarnefnda heimildaflokkinn, sjá t.d. Kristleifur Þorsteinsson: „B°r8
firzk æska fyrir sjötíu árurn." Úr byggðum Borgatfjarðar 1 (Rv. 1944), 35.
12. Fyrir þessum ákvæðum og framkvæmd þeirra á síðari helmingi 18. aldar gerir grcl
Loftur Guttormsson: Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld (Rv. 1983), 79,
90.