Saga - 1986, Side 263
RITFREGNIR
261
sýslu og sr. Guttormur Vigfússon í Stöð. En um leið og þeir lýsa hnignun
hins lögbundna siðar á síðari helmingi aldarinnar, staðfesta þeir, gagnstætt því
sem höfundur heldur fram, að fram að því hafi hann yfirleitt verið í heiðri
haldinn. Skv. vitnisburði þeirra og annarra heimilda verður nokkurn veginn
Ijóst hvemig „hnignunin" hefur gerst: fyrst var farið að undanþiggja frá
yfirheyrslu börn og hjú sem höfðu þegar fermst. Þetta kemur skýrt fram hjá
Hjörleifi Einarssyni (1892). í þessu sambandi er athyglisvert að Jón Pétursson
rcttlætir þegar í riti sínu frá 1863 slíka takmörkun á yfirheyrsluákvæði
filskipunarinnar frá 1744 með því að túlka hjúaheitið þannig að með því sé
aðeins átt við „börn þeirra, sem eigi eru hjá foreldrum sínum, heldur í vist hjá
öðrum“ og enn eru á ómagaaldri, þ.e. innan við 16 ára.13 Eftir 1860 hafa svo
yfirheyrslur á kirkjugólfi farið að „verða æ sjaldgæfari" eins og sr. Guttormur
1 Stöð greinir frá skv. reynslu sinni sem sálnahirðir nyrðra og eystra.14 Þó er
!jóst að prestar sem létu sér annt um uppfræðslu barna hafa iðkað „barnasp-
urningar" á kirkjugólfi á árunum 1870—1890.15 í upphafi þessarar aldar var
aftur á móti svo komið að aðeins fermingarbörn voru prófuð í heyranda
hljóði og þá ekki nema við sjálfa fermingarathöfnina. Þar með var þessi gamla
ftæðslustofnun orðin eintómt form, innihalds- og merkingarlítið, sem margir
álitu affarasælast að afnema.16
Þar sem höfundur §aUar um þróun lestrarkunnáttu á íslandi á 18. öld,
samanborið við önnur Norðurlönd (s. 55), styðst hann aðallega við rann-
sóknarniðurstöður Hallgríms Hallgrímssonar er birtust fyrir sex áratugum.
ftraustari og ítarlegri heimild um þetta efni verður að teljast skýrsla norræns
rannsóknarhóps sem gefin var út árið 1981 í tilefni 18. þings norrænna
Sagnfræðinga.17 Höfundur vísar aðeins til greinar sem undirritaður lagði til
bessarar skýrslu; hefði hann kynnt sér t.d. rannsókn Egils Johannssonar á
trúarlegu læsi í Svíþjóð á 18. öld,18 hefði hann ekki komist hjá því að vefengja
mttmæti þeirrar niðurstöðu Hallgríms Hallgrímssonar að ísland hafi staðið
óðrum Norðurlöndum (þ.m.t. Svíþjóð) framar í lestrarkunnáttu í lok 18.
aldar.
Jón Pétursson: íslenzkur kirkjurjetlur (Rv. 1863), 100.
Guttormur Vigfússon: „Um kristnihald eftir 1850.“ Bjarmi 12 (7, 1918), 55. —
1 ’Uttorniur bætir við:..óvíst hvers vegna.“ Tekið skal fram að Pétur vísar ekki til
þessarar greinar heldur til framhalds hennar í 8. tbl. sama árg.
kristleifur Þorsteinsson: Tilv. rit, 35-36; Stcingrímur Arason: Eg man þá tíð (Rv.
1953), 108.
Sjá í þessu sambandi grcin eftir ónafngreindan höfund, „Próf á kirkjugólfi."
Sbólablaðið 2 (11, 1908), 42-43.
f t nordisk kulturhistoria. Láskunnighet och jolkbildningfórefolkskolevásendet. Ritstj. M.
Jokipii og I. Nummela. (Jyvaskyla 1981.)
grein Egils Johannssonar í tilv. riti, einkum mynd 3, s. 214.
16,
17,
18.