Saga - 1986, Page 266
264
RITFREGNIR
og höfundur minnist á, s. 57, amaðist hann mjög við sagnaskemmtun
alþýðu), hafi verið undir áhrifum „upplýstrar" guðfræði!
b) Þegar ætlunin er að greina innbyrðis skyldleika eða mismun rnilh
trúarhugmynda prestlærðra manna annars vegar og alþýðu hins vegar, virðist
eðlilegt að taka tillit til þeirra stofnanalegu þvingana sem orkuðu með ólíkum
hætti á hvorn aðila um sig. Þótt ljóst sé að íslenskir prestar á þessu tímabili
hafi flestir menntast á heimaslóð og fengið harla ófullkomna undirstöðu 1
guðfræði, miðað við þá sem háskólamenntun veitti, skiptir vitaskuld máli 1
22
þessu sambandi hvers konar guðfræði var að þeim haldið í latínuskólunum.
Eitt var að sitja árum saman á skólabekk undir guðfræðikennslu, annað að
leggja á minnið greinar úr „lærdómsbókinni", eins og krafist var af leikum, til
þess að komast í kristinna manna tölu. Eins lögðust aðrar kvaðir á presta en
leikmenn samfara hinni gagngeru endurnýjun á guðfræðilegum bókakosti
sem upplýsingarmenn stóðu fyrir.23 Þeir sem voru yfir sóknarpresta settir,
prófastar og biskup, hlutu að fylgja því eftir að hinir fyrrnefndu löguðu
þjónustugerð sína smám saman að hinum nýja bókstaf. Öðru máli gegndi um
óbreytta húsbændur; í iðkun guðsorðs á heimilinu voru þeir aðeins háðir
eftirliti sóknarprestsins sem var líklegur til að láta óátalið — ef hann hallaðist a
annað borð á sveif með hefðinni — þótt heimilisfólk héldi tryggð við
„meistara Jón“ eða Gerhardshugvekjur.24 Þannig var almenningur ólíkt betur
settur en sóknarprestar til að sigla fram hjá þeim straumum nýbreytni sem
upplýsingin hafði í for með sér.
c) Eitt er að dæma um afstöðu presta til alþýðumenningar eftir því hvernig
þeir hafa brugðist opinskátt við hefðbundnum menningariðkunum eins og
sagnaskemmtun á kvöldvökum,25 annað að reyna að meta hana eftir „hljóð-
látum“ heimildum, t.d. skýrslum sem geyma m.a. vitnisburði um sögusagn-
ir, átrúnað og ýmislega „hjátrú" alþýðu. Af þessu tagi eru skýrslur presta th
22. Hvað viðvíkur Bessastaðaskóla hefur Hjalti Hugason kannað þetta efni ítarlega, sja
lilv. rit, 58-77.
23. Um viðtöku þessa bókakosts fjallar nokkuð Loftur Guttormsson: „Bókmenning 3
upplýsingaröld. Upplýsing í stríði við alþýðumenningu." Gefið og þegið. Afm‘elisr,t
helgað Brodda Jóhannessyni sjötugum. (í prentun.)
24. Fróðlega frásögn af því hvernig umskipti frá gömlu guðsorði til nýs gátu orðið a
heimilum er að finna hjá Indriða Einarssyni: Sjeð og lifað. Endurminningar (Rv. 1936),
35-36.
25. Efnið er raunverulega lítt kannað hvað varðar tímabilið sem hér ræðir uni-
Höfundur leggur aðallega — og raunar æði fijálslega — út af afstöðu presta
söfnunar þjóðsagna þegar hún komst á dagskrá um miðbik aldarinnar; þá voru líka
upplýsingarpostular horfnir af sögusviðinu.