Saga - 1986, Blaðsíða 267
RITFREGNIR
265
fornleifanefndarinnar í Kaupmannahöfn sem eru nýlega komnar út á prenti.26
Athugun á þeim bendir til þess að mun algengara hafi verið en höfundur ætlar
(s. 57) að sóknarprestar hefðu á þessum tíma óbeit á alþýðlegum átrúnaði og
hjátrú af ýmsu tagi, afneituðu slíku berlega eða færu niðrandi orðum um.27
Með því að áhrif upplýsingarinnar (til góðs eða ills) eru næsta léttvæg
fundin í frásögn höfundar, skerpast allt að því sjálfkrafa skilin sem þjóðemis-
rómantík og frjálslyndi eiga að hafa markað í stjórnmála- og menningarsögu
landsins. Nú er ástæðulaust að þræta fyrir að fjórði og einkum fimmti
áratugur aldarinnar voru mikið umbrotaskeið - boðaði að mörgu leyti nýjan
aldarhátt. En við mat á þessu nýjungaskeiði ber þess að gæta að mörg
svokölluð nýmæli voru áður fram komin, aðeins í annarri mynd, þ.e.
landsfoðurlegum hugmynda- og stofnanabúningi einveldisins, sem og hins að
nýstárlegar hugmyndir færðust þá ekki út í veruleikann jafngreiðlega og
höfundur gerir stundum ráð fyrir. Til dæmis um hið fýrmefnda má nefna:
umbætur á skipulagi og starfsháttum latínuskólans voru Magnúsi Stephensen
ekki síður keppikefli en „the National Liberal leaders" (s. 83)28; búnaðarfélög
aldar sem áður getur beittu sér fyrir sambærilegum framkvæmdum og
landbúnaðarfélagið danska hafði stuðlað að hér á landi með fjárstyrkjum og
verðlaunaveitingum;29 sá háttur sem útgefendur Ármanns á Alþingi og Nýrra
filagsrita höfðu á dreifingu ritanna (s. 84—86) byggðist á sama mynstri og
upplýsingarmenn höfðu mótað með tímarita- og bókaútgáfu sinni;30 þannig
uistti lengur telja. Varðandi síðamefnda atriðið verður eitt dæmi látið nægja.
Pétur kveður hinar fjölmörgu bænarskrár um aukin landsréttindi, sem bámst
hvaðanæva af landinu á fimmta áratugnum og í byrjun hins sjötta, sýna að
”the ideas of the Copenhagen elite reached the farming population. (S. 87.)
Víst má þetta til sanns vegar færa; en því aðeins að haft sé í huga hvernig
staðið var að söfnun undirskrifta undir bænarskrárnar á þessum árum, verða
téttar ályktanir af þeim dregnar varðandi stjómmálaáhuga bænda um miðbik
sldarinnar.31 Þegar menn horfðu undir lok aldarinnar yfir farinn veg, var það
26. Frásögur um fomaldarleifar 1817-1823, 1-2. Sveinbjöm Rafnsson bjó til prentunar.
(Rv. 1983; Rit Stofnunar Áma Magnússonar 24.)
27. Tilv. rit, inngangur eftir Sveinbjörn Rafnsson, xxvii-xxix; sjá ennfremur grein
tnína, „Bókmenning...", 5. kafla.
28. Sjá grein mína, „Præðsluinál" í ísland og upplýsingin. Ritstj. Ingi Sigurðssona. (í
prentun.)
29. Þorkell Jóhannesson: Búnaðarsamtök á íslandi 1837—1937. Búnaðarfélag ísiands. Aldar-
minning, 1 (Rv. 1937), 60-102.
20. Sjá grein mína, „Bókmenning...“, 5. kafla.
2l- Gunnar Karlsson: Frelsisbarátta suður—þingeyinga og Jón á Gautlöndum (Rv. 1977),
42-49. - Pétur vísar til þessa rits en ekki í umræddu samhengi.