Saga - 1986, Síða 276
274
RITFREGNIR
Lúðvík Kristjánsson: ÍSLENZKIR SJÁVARHÆTTIR IV.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1985. 546 bls.,
myndir, kort, myndaskrá, heimildaskrár, atriðisorða-,
orðtaka- og málsháttaskrár.
Sjávarhcettir Lúðvíks Kristjánssonar eru nú orðnir fjögur bindi á furðu
skömmum tíma, sex árum. Um fyrsta bindið (1980) skrifaði Gunnar Karlsson
í Sögu 1981; síðan komu bindi (1982 og 83) sem hér hefur ekki verið fjallað
um; svo þetta í fyrra, og er þar í eftirmála gefin von um lokabindið á þessu ári.
Þessi greiði gangur útgáfunnar er í stíl við myndarbrag hennar að öllu öðru
leyti. En ritið er vitaskuld ekki samið á fáum árum, heldur blasir við að það er
ekkert minna en ævistarf; skipuleg heimildasöfnun hófst um 1940 (I 32; II
515).
Þetta eina bindi, fjórða af fimm, er gríðarmikið rit á allan hátt. Nær 550
tvídálka síður í A4-stærð, 469 tölusettar myndir (kort meðtalin), fast að 400
prentuð heimildarrit (og eru þá taldar sem eitt rit greinar úr sama blaði eða
riti), og ríflega jafnmörg númer óprentaðra rita, en um 270 heimildarmenn
sem Lúðvík hefur sjálfur snúið sér til. Að verulegu leyti eru sömu heimildim-
ar gefnar upp í öllum bindunum, en þó hvergi nærri alfarið, svo að þær eru
vafalaust talsvert á annað þúsund orðnar í verkinu öllu, og þó ekki öll kurl
komin til grafar meðan fimmta bindið vantar.
Fyrsta bindið fjallaði um strandnytjar ýmiss konar, en síðari bindin eru ekki
jafnsamstæð að efni. Annað bindið er að meirihluta um árabátana sjálfa, en
fimm skemmri þættir um verstöðvar, vertíðir, verferðir, verbúðir og viður-
væri vermanna. Þriðja bindið er mjög sundurleitt: Skinnklæði og fatnaður;
Uppsátur; Uppsátursgjöld; Skyldur og kvaðir; Veðurfar og sjólag; Fiskimið;
Viðbúnaður verferða og sjóferða; Róður og sigling; Flyðra; Happadrættir og
hlutarbót; Hákarl; Þrenns konar veiðarfæri (handfæri, lóð, þorskanet). Fjórða
bindið er aftur samstæðara, þar sem koma í nokkuð rökréttri röð kaflarnir:
Beita og beiting; Veiðar með handfæri; Veiðar með lóð og þorskanetum;
Lending — uppsetning — fjöruburður; Skiptavöllur — aflaskipti; Hagnýting
fiskifangs; Þorskhausar; Skreiðarferðir og fiskifangaverzlun. En inn á milli er
langur þáttur um landlegur og stuttur — nánast viðbót við verbúðaþátt annars
bindis — um vergögn, þ.e. mannvirki til verkunar og varðveislu aflans. En i
lokabindi eru boðaðir þættirnir: Hvalur; Rostungur; Sjávarfuglanytjar; Þjóð-
trú og getspeki — auk þess sem skrár verða þar rúmfrekari en í hinum fyrrl
vegna sameiginlegra skráa (IV 545).
Bersýnilega á að líta á hvern þátt sem sjálfstæða einingu fremur en hvert
bindi, og er það að því leyti rökrétt að bindin eru óþarflega stórir áfangar 1
lestri. Væntanlega ræðst efnisskipan að talsverðu leyti af því að þættir hafi att
mislangt í land þegar útgáfa hófst og efni verið ákveðið fyrir bindi í senn.
Annars kemur það líka fram í skipan hinna smærri efnisþátta að Lúðvík lætur