Saga - 1986, Page 278
276
RITFREGNIR
Þessar villur fundust við leit sem engan veginn var tæmandi; þó má eftir
atvikum telja þær tiltölulega fáar og meinlitlar.
Eins er bæði fátt og smátt aðfinnsluvert af kerfisbundnum frágangsatriðum.
Tugabrot eru táknuð með punkti í stað kommu, sem er algengur ósiður
(menn athuga ekki að sá ritháttur hæfir enskum talshætti, „point", en ekki
íslenskum, „komma'j. Og strangt til tekið þyrfti fjórðu leturstærðina í
efnisyfirlidð til að sýna að „ÞORSKHAUSAR" á bls. 380 er undirfyrirsögn
við „HAGNÝTING FISKIFANGS" á bls. 303.
Það er helst atriðisorðaskráin, svo vönduð og rækileg sem hún þó er, sem
ekki er alls kostar heppilega hugsuð. Hún er gríðarlöng, 147 smáletursdálkar,
líklega nálægt tíu vísunum í hvern heilan textadálk. (Hún er miklu styttri í I.
og II. bindi, en lík þessu í því III.) En lengdin stafar að nokkru af óþörfum
vísunum; t.d. eru þrjár í þessa ófróðlegu setningu (bls. 139); „Lýst hefur verið
beitingu á sjónum, stokkun og stömpun lóðanna." Þá er meginskráin að
ástæðulausu takmörkuð við nafnorð, en sögnum raðað saman við málshætt-
ina. Þannig verða „stokka" og „stokkun", „afvatna" og „afvötnun" hvort í
sínum hluta skrárinnar og ekki einu sinni vísað á milli. Og lýsingarorð
komast ekki að nema í orðasamböndum: „sprekharður ftskur“, „vera lestar-
fær“. Svo er orðasamböndum raðað á fyrsta orð í stað aðalorðs (t.d. 25
orðasamböndum á ,,vera“).
Þetta er raunar orðið langt mál um lítið efni, lítið saman borið við sjálft efni
bókarinnar, afmörkun þess og úrvinnslu.
Lúðvík leggur verk sitt upp sem fróðleiksnámu á sviði þjóðhátta. Efnissviðið
er nánast hvað eina sem sjávargagn varðar, þó aðeins á tímabili áraskipanna.
Þannig nær frásögnin í flestum greinum nokkuð fram á þessa öld, en þau
atriði sniðgengin sem tilheyrðu útvegi hinna nýtískulegri farkosta. Þunga-
miðja flestra efnisþátta er miðuð við tímann frá því um eða nokkru fyrir
aldamót, þann tíma sem heimildarmenn Lúðvíks mundu sjálfir. En jafnframt
eru þræðir raktir aftur í aldir eftir því sem heimildir leyfa. Þannig tekst
Lúðvík að gefa mörgum þáttum verulega tímadýpt, og er frásögn hans að þvi
leyti mjög í sögunnar anda. Sagnfræðileg er hún hins vegar ekki að því leyti
að hann verji miklu rúmi eða orku til að tengja efni sitt hinum stærri dráttum
þjóðarsögunnar eða orsakasamhengi atvinnuþróunarinnar. Það benti Gunnar
Karlsson á í fyrrnefndum ritdómi, og á þaðjafnt við um síðari bindin. Raunar
tekur Lúðvík nógu fagmannlega á slíkum efnum það lítið hann fer út í þau
(sbr. t.d. II 367), en yfirleitt eru þau utan efnismarkanna. Sem dæmi má benda
á undirkaflann um ftskifangaverslun (IV 474—79), einar sex síður (saman borið
við tíu um skreiðarkaupaleiðir rétt á undan), nær einvörðungu stakar upplýs-
ingar um hin margvíslegustu vöruskipti og verðhlutföll í þeim. Kaupstaðar-
verslun er ekki til umræðu, og ekki er leitað tenginga við neinar almennar