Saga - 1986, Side 281
RITFREGNIR
279
vitnað í fjölda óprentaðra heimilda sem ekki er að finna í heimildahlutanum.
Þ.á m. t.d. mörg bréf og skýrslur úr söfnum Rentukammers og stiftamt-
manns sem virðast vel gætu átt heima í þessari útgáfu, ef ekki væri plássleysið
til fyrirstöðu. Þá er sú stefna valin að gefa annars vegar út nokkra merkilega
og fyrirferðarlitla texta, hins vegar tvo skjalaflokka, sem á einhverju stigi hafa
verið samstæðar heildir í stjórnsýslunni, þótt raunar hafi þær nokkuð sundrast
síðan. Þessa aðferð skal ekki lasta. En til greina hefði komið, úr því að
skjalaflokkarnir tengjast hvor sínum konungsúrskurði, að birta þá með til
samanburðar, jafnvel þótt komnir séu á þrykk í Lovsamling.
Útgefendur fylgja heimildunum úr hlaði með mjög glöggri skjalfræðilegri
greinargerð, bæði hverjum kafla og hverju skjali, og er sá frágangur allur með
sóma. Mjög heppilegt er líka, að útgefendur rekja í inngangi þær reglur sem
fylgt er um rithátt danskra texta, sem eru stafréttir að mestu, en með vissri
samræmingu, og er þvílík millileið óneitanlega skynsamleg en vandrötuð.
Gagnrýni á útgáfuna verður hér aðeins miðuð við eitt skjal, nr. 30 í IV.
kafla, sem er níu síður, og var u.þ.b. helmingur þess borinn saman við
frumrit.
Hér er beitt samræmingarreglum sem láðst hefur að gera grein fyrir f
inngangi, svo sem að prenta . í stað : þar sem það á við; að túlka aukið orðabil
sem greinaskil; og að undanþiggja latneskar styttingar (eins og lmo fyrir
primo) þeirri almennu reglu að færa yfirritaða stafi niður á línu. Aðrar
samræmingarreglur eru brotnar. Leyst er upp „bemelte" þar sem bemeldte er
beinlínis tekið sem dæmi í reglunum. Og andstætt reglunum er það líka að
rita „ligesom", „derover" og „íhvorvel" í tveimur og þremur orðum.
Þá eru það umdeilanlegir leshættir. Víða er álitamál hvort lesa beri j eða y.
(Á bls. 400, 2. dálki, hefur alveg eins stafur verið lesinn j í „Sommervejrlig"
°g y í ,,höyt“.) Franska forsetningin, sem hér er prentuð a (t.d. „2 a 3“), er
rituð með hlykk sem eðlilegt er að túlka sem hallbrodd („2 á 3“). Og beinar
stafvillur eru a.m.k. tvær: „gælde“ f. golde (bls. 402, 1. d., 3. l.a.n.) og
■dngredienzer" f. Ingredienzen (bls. 49, 1. d., 4. la.o.); hið síðara er þýsku-
glósa, auðkennd með latínuletri, en leturbreytingar eru alls ekki táknaðar í
útgáfunni, og er það ein samræmingarreglan frá sem ekki er gerð grein fyrir.
Niðurstaðan verður sú, að útgáfa skjalsins sé viðunandi og þó ekki alls
kostar nákvæm, og að greinargerðin fyrir samræmingarreglunum mætti vera
tækilegri. En prófarkalestur er góður, og verður ekki annað séð án saman-
burðar en svo sé um heimildirnar yfirleitt.
Nafnaskrá fylgir heimildatextunum (þar sem þó er sleppt nokkrum lengstu
uPptalningum nafna), og er það eina skrá bókarinnar; þar er t.d. engin
tttyndaskrá og engin nafnaskrá um ritgerðimar.
Ritgerðir fræðimanna eru fyrri og lengri hluti bókarinnar. Sjö eftir náttúru-
Vlstndamenn og níu frá sagnfræðingum.