Saga - 1986, Síða 282
280
RITFREGNIR
Um hinar fyrri verður hér fátt eitt sagt. Þær eru:
— “Annáll Skaftárelda" eftir Sigurð Þórarinsson.
— “Nýtt kort af Skaftáreldahrauni og Lakagígum" eftir ÞorleifEinarsson og
Eddu Lilju Sveinsdóttur.
— “Bergfræði Skaftáreldahrauns" eftir Karl Grönvold.
— “Gjóskan frá Skaftáreldum 1783“ eftir Guðrúnu Larsen og Þorvald
Þórðarson.
— “Móðan frá Skaftáreldum" eftir Níels Óskarsson, Karl Grönvold og
Guðrúnu Larsen.
— “Um eituráhrif af völdum Skaftárelda" eftir Guðmund Pétursson, Pál A.
Pálsson og Guðmund Georgsson.
— “Áhrif Skaftárelda á byggð og mannfjölda í Leiðvallarhreppi og Kleifa-
hreppi" eftir Gylfa Má Guðbergsson og Theodór Theodórsson.
Bak við annál Sigurðar liggur, sem von er, mikil heimiidavinna að sagn-
fræðilegum hætti. Eins er um rigerð þeirra landfræðinga, Gylfa og Theodórs,
að þar eru bæði heimildirnar og úrvinnslan mjög að hætti sagnfræðinga, en
um framsetningu ber það á milli að við höfum fæst lag á að nota kort eins
skilmerkilega og hér er gert.
Ritgerðir náttúruvísindamannanna eru flestar allvel læsilegar og skiljanlegar
ósérfróðum. Ég bendi á greinina um móðuna sem dæmi um vel heppnaða
framsetningu á flóknu og tæknilegu efni í furðu stuttu máli. En efnislega skal
ekki lagt mat á þessar greinar hér.
Þegar að sagnfræðingunum kemur eru þeir sex um hinar níu ritgerðir, þvi
að Sveinbjörn Rafnsson á þrjár og Gísli Ágúst Gunnlaugsson tvær; bætist
þetta við þann mikla hlut sem þeir eiga að bókinni sem ritnefndarmenn og
ritstjórar heimidahlutans.
Eina grein sína, „Bæjarrústir úr Skaftáreldum", ritar Sveinbjörn raunar sem
fomleifafærðingur. Lýsir hann þar í máli og myndum fernum bæjarrúsum,
þrennum þó talsvert eyddum, og virðist það allt skilmerkilegt, eftir því sem
um er að gera án uppgraftar.
Þó þykir mér meira til um grein Sveinbjarnar, „Um eldritin 1783—88“, þar
sem hann gerir grein fyrir lýsingum sr. Jóns Steingrímssonar, Jóns Eiríks-
sonar, Sæmundar Hólm, Magnúsar Stephensen og þriggja höfunda annarra a
Skaftáreldunum, rekur tilefni skrifanna, heimildanotkun og höfundarviðhorf,
og tengir þau loks við rithefð jarðeldalýsinga. Á þessu öllu hefur Sveinbjöm
hin fostustu tök og gerir að læsilegu efni.
Sú greinin Sveinbjarnar, sem þó er kannski fróðlegust og varðar mestu um
skilning á þjóðarsögunni, er „Búfé og byggð við lok Skaftárelda og Móðu-
harðinda", rannsókn á skýrslum þeim um búfjárfjölda og um eyðibýli sem
fylgja manntalinu 1785, og er borið saman við eldri og yngri skýrslur um
hliðstæð efni. Eyðibýlin eru aukaatriði í ritgerðinni, en vel og varlega á þvl