Saga - 1986, Síða 283
RITFREGNIR
281
haldið. Hitt er aðalatriðið: að endurmeta viðteknar hugmyndir um búfjárfelli í
Móðuharðindunum. Og tekst Sveinbirni að kollvarpa þeim og koma málinu
öllu á nýjan og traustari grunn. Það ber ekki að vanþakka, en finna má að
ýmsu smálegu í útfærslunni.
Sveinbjörn hafnar gersamlega þeim tölum sem eldri fræðimenn hafa unnið
— með leiðréttingum og eyðufyllingum — úr skýrslum sýslumanna um fjölda
búfjár fyrir Móðuharðindi og fækkun þess til 1784. En hann gerir það með
litlum rökstuðningi og án verulegs samanburðar við sínar eigin tölur, sem þó
liggur beint við (sjá t.d. tölur úr Suður—Múlasýslu á bls. 182).
Sjálfur fer hann þá leið að bera búfjárfjöldann 1785 saman við meðaltal
búfjártalanna 1703 og 1795, sem eru heil og traust. En auðvitað verður ekki
talið með neinni nákvæmni að ástandið upp úr 1780 hafi legið þar mitt á milli,
og mætti að vissu marki átta sig á hvaða breytingar hafa gerst fyrir Móðu-
harðindi og hverjar eftir, t.d. með hjálp ófullkominna búfjártala frá 1760,
1770 og 1786. Þessi vandamál fer Sveinbjörn ekkert út í, en það er t.d. hætt
við að fjárkláðans vegna hafi verið til öllu færra sauðfé og fleiri nautgripir
fyrir Móðuharðindi en hann miðar við.
Búfjártölin þrjú eru sett upp á nokkuð mismunandi veg og því óhægt um
mjög sundurliðaðan samanburð. Þar virðist mér Sveinbirni verða það á að
telja tamdar hryssur með ótemjum bæði 1703 og 1785, og skjóta þær tölur
eðlilega skökku við skýrsluna frá 1795.
„Þá verða menn og að varast, “ segir Arnljótur Ólafsson í grein sem hér er
margvitnað til, „að slengja öllu saman: nautum, hrossum og sauðum, ... því
slíkum tölum er eigi samjafnanda, og leiðast menn við það afleiðis en eigi
áleiðis. “ En þetta varast Sveinbjörn einmitt ekki, heldur birtir óhikað sam-
tölur um búfjárfjöldann.
Enn mætti telja meinlausa smáannmarka, eins og að tilfæra í skýringum við
kvikfjártalið 1703 fomar reglur um gildar kýr, ær og hesta, þótt í talinu sé að
sjálfsögðu ekki gerður greinarmunur á gildum gripum (t.d. heilspena kúm)
og gölluðum. Eða að segja í skýringum við skýrslurnar frá 1785 að hesttrippi
og mertrippi séu kölluð „Tyre Kalve“ og „Quie Kalve", þótt svo hafi
misritast í skýrslu einnar sýslunnar, í stað „Stutter" og „Hors“. Eða að þýða
„oeconomiske Tabeller" sem „efnahagslegar töflur“ í stað hins viðtekna
hugtaks: hagskýrslur.
Búfjárfækkunin eftir sýslum er sýnd á sjö mismunandi kortum, sem eru
skýr og góðra gjalda verð. Hlutfallsleg fækkun er táknuð með misdökkum lit,
°g er það í sjálfu sér í lagi. Þó er það alltaf galli á slíkum kortum, að stærð
sýslnanna veitir alranga tilfinningu fyrir vægi þeirra í byggð og búskap
landsins. Að því leyti væri skýrara að sýna fækkunina sem geira af hring og
gefa þá sýslunum stóra hringi eða litla eftir búfjárfjöldanum fyrir harðindi.
Þessir annmarkar eru þó smámunir miðað við gagnsemi rannsóknarinnar,